Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 16
14
heldur ekki viðkvæm fyrir sjúkdómum. Blæöspin í reitn-
um mun vera innflutt frá Danmörku. Hún hefur breiðst
mjög út í reitnum og út fyrir hann, þar sem hún stendur
við girðinguna.
TRJÁREITURINN AÐ KIRKJUHVOLI
(AÐALSTRÆTI 58) AKUREYRI.
Árið 1900 var girtur reitur sunnan við kirkjuna í Fjör-
unni á Akureyri. Var reiturinn rúmlega hálf dagslátta og
átti að vera uppeldisstöð fyrir trjágróður af ýmsum teg-
undum, sem vonir stóðu til, að hér gætu þrifist. Byrjað
var á þessu að tilhlutan Páls Briem amtmanns, sem í sam-
ráði við Sigurð Sigurðsson skólastjóra við Bændaskólann
á Hólum kom verkinu í framkvæmd. Sama ár og reiturinn
var girtur, var hann undirbúinn fyrir sáningu og gróður-
setningu. Fræ og plöntur hafði verið útvegað í þessu
skyni frá Danmörku og Noregi. Samkvæmt skýrslu J. Chr.
Stephánssonar, sem annaðist reitinn fyrstu árin, voru
þær tegundir, sem sáð var til og gróðursettar voru þetta
ár, einkum þessar: Greni, tvær tegundir, fura, tvær teg-
undir, eldri (Alnus), tvær tegundir, birki, reynir, síberískt
baunatré, rósir, lævirkjatré, beinviður (Evorimuns), gull-
regn, gulvíðir, hlynur (Acer), þyrnar, ribs o. fl. I júlí og
ágúst um sumarið sýndist allt ætla að ganga að óskum, seg-
ir í skýrslunni. Plöntur og fræbeð voru í besta útliti, en í
mannskaðaveðrinu 20. sept. eyðilagðist svo að segja hver
planta, sem gróðursett hafði verið. Girðingar og annar út-
búnaður fauk um koll og brotnaði og sumt af fræbeðun-
um eyðilagðist einnig. Næsta ár var sömu tilraunum hald-
ið áfram og hlúð vel að undir veturinn. Vorið 1902 var
græðireiturinn í góðu lagi eftir veturinn. Vöxtur og fram-
för plantna þetta sumar var einnig í góðu lagi. Sumarið
1903 var með hörðustu sumrum norðanlands og var þá
lítil framför á plöntum í reitnum, en næsta sumar var
hagstætt og framfarir þá góðar. Vorið 1904 var látið
töluvert af plöntum til gróðursetningar í Gróðrarstöð