Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 20
18
horfinn í skuggann, fóru trjáplönturnar að teygja úr sér og
hefur verið jöfn og góð framför hjá þeim síðan. Búið er að
grisja töluvert í brekkunni síðustu árin.
Síðastliðið haust mældust nokkur af hæstu trjánum í
brekkunni sem hér segir:
Birki. Reynir. Skógarfura. Rauðgreni. Lerki.
8,20 — 43,0 9,40 — 48,0 5,10 — 39,0 8,50 — 39,0 7,80
6,20 — 34,0 8,80 — 45,0 9,20
8,25 — 34,0 9,50
Pyrri talan er hæðarmál í metrum, en seinni talan ummál í cm, tekið í
130 cm hæð frá jörð.
TRJÁGARÐAR í FJÖRUNNI Á AKUREYRI.
Það dylst ekki, þegar farið er um suðurhluta Akureyrar-
bæjar, að Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands, hefur
haft áhrif á umhverfi sitt. Víða meðfram Aðalstræti eru
bæði lauftré og barrtré af svipaðri hæð og þau, sem hér
eru sýndar mælingar af. Meðal þeirra álitlegustu eru lerki
við Aðalstræti 19 og heggur við Aðalstræti 28. Er lerki-
tréð 10,15 m á hæð og ummál þess í 130 cm hæð er 86 cm.
Heggurinn er 9,0 m á hæð, sennilega sá hæsti á landinu.
Vekur hann mjög athygli vegfarenda á sumrin, þegar
hann stendur í blóma.
Ármann Dalmannsson.
j