Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 21
Úr sögu skóga á Austurlandi.
Eftir SKÚLA ÞÓRÐARSON.
I Austfirðingasögum hinum fornu er víða getið um
skóga, einkum í Fljótsdæla sögu og Hrafnkels sögu. Bera
þær þess órækan vott, að Fljótsdalshérað hefur verið mjög
skógi vaxið, og hvað sem annars verður sagt um heimild-
argildi þeirra, má fullyrða, að upplýsingar þær, sem þær-
gefa um skógana, séu í alla staði réttar. Allir ásar og
móar og allar hlíðar neðanverðar hafa þá verið vaxnar
allhávöxnum skógum og sömuleiðis dalverpin inn af fjörð-
unum og láglendisræmur meðfram þeim. Þetta er raunar
engin saga til næsta bæjar, því að svo var þá um allt ís-
land. En aftur á móti er það sérkennilegt fyrir Fljótsdals-
hérað, að skógurinn virðist hafa haldið sér lengur þar en
í nokkru öðru byggðarlagi á landinu að undanteknum ein-
stökum byggðarlögum í Þingeyjarsýslu. Það er því engin
tilviljun, að mesti skógur landsins er á þeim slóðum. Besta
og yfirgripsmesta heimildin um skóga á íslandi á síðari
öldum er jarðabók Árna Magnússonar, en sá hluti henn-
ar, er snertir Austurland, er því miður glataður, og er
það óbætanlegt tjón í sambandi við rannsóknir á afdrifum
skóganna á Austurlandi, og raunar öllum búnaðarháttum.
En þó eru enn til merkar heimildir um skóga á Fljótsdals-
héraði. Vil ég nú í fáum dráttum skýra frá nokkrum
þeirra helstu, er varpa Ijósi yfir sögu þessara skóga frá
því um miðja 18. öld.
Séra Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað var einhver
merkasti maður austanlands á 19. öld. Hann var fæddur
að Ærlæk í Öxarfirði árið 1812 og ólst upp í Norður-Þing-