Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 33
Skýrsla um skóggræðslustörf
nemenda Skógaskóla.
Eftir JÓN JÓSEP JÓHANNESSON.
Allmiklar umræður hafa spunnist hér á landi undan-
farin ár um eyðingu skóga, uppblástur og nauðsyn skipu-
lagðrar landgræðslu til þess að hindra frekari spjöll á
gróðri landsins. Um þessi mál hafa stundum risið óheppi-
legar þrætur og þras, ófrjóar og lítt skipulagðar, en stað-
reynda ekki leitað sem skyldi. Jafnan hefur örlað á þeirri
kenningu, að land yrði að þlása upp, þar sem jarðvegur
væri orðinn mjög þykkur, því að gróður sá, er myndast
kynni með tímanum á hinu örfoka landi, yrði kjarnmeiri
en í hinum þykka jarðvegi.
Margt áþekkt hefur verið tínt til, en um þessi mál fást
aldrei rétt svör fyrr en nægar vísindalegar tilraunir verða
gerðar.
Hér á Skógaheiði hefur orðið mikil eyðing lands, gras-
lendi minnkar stöðugt, og stór moldarrof teygja sig allt
niður í brúnirnar fyrir ofan skólann. Úr þessum rofum
fýkur mjög, er vindur leikur af norðri og gerir loft óhollt
mönnum og málleysingjum.
Þetta var ein ástæða þess, að skóggræðslutilraunir voru
hafnar hér í Skógum og hafa nemendur unnið að þeim í
einn eða tvo daga á vorin, á meðan gengið er frá prófum
þeirra.
Fimm ár eru liðin frá því, að þessar tilraunir hófust
hér, og er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir, hvort skóg-
græðsla eigi rétt á sér á þessum stað.