Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 38
36
e) Sýna þarf skógræktarmynd og lofa nemendum að
skemmtá sér, er þeir hafa leyst verk sitt vel og skyn-
samlega af hendi.
Skógræktarmál Islands eru enn í deiglunni. Þjóðin hef-
ur verið vantrúuð á, að hér gætu dafnað nytjaviðir og
hún hefur allt til þessa litið á skógræktarmálin sem tóm-
stundagaman. En augu æ fleiri hafa lokist upp fyrir þessu
nytjamáli á síðustu árum, og almennur skilningur á nauð-
syn skógræktar hefur skapast í mörgum héruðum lands-
ins, þótt misskilningur margs konar sé enn þrándur í
götu þess.
Skólar landsins eru kjörinn vettvangur til að slæva
þenna misskilning og skapa markvissa sókn á þessu sviði.
Héraðs- og gagnfræðaskólar hafa nú risið upp í flestum
héruðum landsins. Um störf þeirra og nytsemd hefur
staðið nokkur deila og því verið haldið fram, að ávöxtur
þeirra sé of einhæfur. Skógrækt gæti orðið liður í því,
að gera starf skólanna jákvæðara ásamt fleiri ræktunar-
störfum, en það kostar að vísu nokkurt fé. Verða hér sett
fram fá atriði að lokum, sem athuga mætti í þessu sam-
bandi.
I. Tryggja þarf skólunum gott land til gróðursetning-
ar, sjá um, að varsla þess sé örugg, og búa skólana öllum
nauðsynlegum tækjum, svo að gróðursetningarstarfið geti
orðið sem best af hendi leyst.
II. Sérfræðingur í skógrækt þarf að gera uppdrátt að
landinu, athuga, hvar skjólbelta sé þörf, ákveða, hvaða
trjátegundir skulu gróðursettar, og vinna síðan ár hvert
samkvæmt áætlun, sem hann hefur gert.
III. Tengja þarf skógræktarstarfið grasafræði og bún-
aðarfræðslu skólanna og sjá um, að nemendur séu nokkuð
kunnugir frumatriðum skógræktar, áður en gróðursetn-
ing hefst á vorin.
IV. Skógrækt ríkisins, fræðslumálastjórnin og sýslu-
félög ákvæðu svo í sameiningu, hve miklu fjármagni yrði