Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 39
37
varið til þessarar starfsemi, og væri á þann hátt tryggt,
að fjárhagsvandræði spilli ekki starfinu.
Enginn efi er á því, að skólar landsins geta orðið skóg-
ræktinni að liði og fræðsla og örugg vinnubrögð verða
þyngst á metum, er til lengdar lætur. En ef skógrækt í
sambandi við þá verður framkvæmd mjög af vanefnum,
þótt nemendur og kennarar vinni kauplaust að henni og
bæti því á skyldustörf sín, sem eru þó ærin við heima-
vistarskóla, gæti svo farið, að verr þyki af stað farið en
heima setið. Ef mistök verða vegna þess, að aðstæður
knýja þau fram, hvort sem þau stafa af fjárskorti eða
tími hefur ekki leyft að vinna störfin svo vel sem skyldi,
þá verður það notað sem sönnunargagn um það, að skóg-
ur geti ekki þrifist á íslandi, og nemendur fá ótrú á slík-
um störfum, og það er öllu verst.
Hér er það málefni, sem fræðslumálastjórn landsins,
og Skógrækt ríkisins geta leyst giftusamlega af hendi
komandi kynslóðum og fósturjörðinni til blessunar.
Jón J. Jóhannesson.