Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 42
40
Á sama tíma voru settar birkiplöntur í vel fúna mýri
(200 m langt belti) og notaður garðáburður. Þar eru
beltin orðin um 1,60—2,00 m á hæð. Þetta belti, sem
þannig er jafngamalt hinu fyrrnefnda, hefur vaxið svo
miklu betur, en hefur þó enga umhirðu fengið og engan
áburð eftir gróðursetningu. f mýrinni hefur beltið vaxið
a. m. k. fjórðungi örar en í móajörð, miðað við sömu
meðferð.
Árið 1949 var gróðursett 100 m langt belti í móajörð.
Jarðvegurinn var myldinn og vel undirbúinn. Þetta belti
kól talsvert 1951, en birkiplönturnar hafa náð sér furðu-
vel, enda þótt ekki hafi verið um þær hirt eða borið á,
og er beltið nú um 1 m á hæð.
Síðast var gróðursett 200 m langt belti í tún árið 1951.
Grafnar voru holur, mykja sett í holurnar og blandað
saman við moldina og plönturnar síðan gróðursettar.
Þessu belti hefur vegnað verst. Þar hefur vöxtur orðið
lítill, en útlit þó fyrir, að það nái sér upp með tímanum.
Þetta belti er í raun og veru dæmi um, hvernig ekki á að
rækta skjólbelti.
Af framangreindri reynslu virðist mér, að við rækt-
un skjólbelta þurfi að nota mikinn áburð og hirða beltin
vel fyrstu 8—10 ár ræktunarinnar. Er þá unnt að fá 2,5—3
m há belti á 10 árum, ef notað er birki.
TEGUNDAVAL.
Um val tegunda get ég lítið sagt. Birki og þingvíði er
vel hægt að nota með góðum árangri. Hvort greni og
fura verði nothæf hér á landi í skjólbeltarækt, er lítt
rannsakað, en nauðsyn ber til að gera tilraunir með
þessar tegundir, og þá helst innan um birki eða víði.
Best virðist mér að forrækta landið, sem nota á undir
skjólbelti, í 1—2 ár. Væri þá best að nota mikið af bú-
fjáráburði fyrsta og annað forræktarár og rækta hafra
til grænfóðurs. Með því móti fengist myldið gróðursetn-