Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 43
41
ingarbeð fyrir plönturnar. Nauðsynlegt er að nota ekki
nijög litlar plöntur, helst 4—5 ára gamlar af birki, og
tel ég það veigamikið atriði.
KOSTNAÐUR VIÐ SKJÓLBELTI.
Hvað kosta skjólbelti á hektara? Vert er að gera sér
ljósa grein fyrir þessu atriði. Ef rækta á skjólbelti á
hverri jörð, t. d. 5—10 ha, þarf að velja land, sem liggur
vel við sól, og er gott til ræktunar. Beltin þurfa að vera
þvert á vindátt þá, sem tíðust er og hörðust á hverjum
stað. Ætla má, að tvö belti með 50 m á milli, 100 m löng,
nægi til þess að veita mikilvægt skjól á ha. Beltin væru
þá höfð 3—5 m breið, þ. e. 3—5 raðir. Ef tvö belti eru á
ha, eitt 5 raða og annað 3 raða, myndu fara 800 plöntur
á ha miðað við lxl m vaxtarrými. Ef reiknað er með, að
hver planta kosti kr. 1,50, yrði plöntukostnaður á ha
kr. 1.200,00. Gróðursetningu og jarðvinnslu reikna ég kr.
850,00 á ha. Umhirða og áburður í 10 ár kr. 300,00 á ári.
Samtals verður þetta kr. 5.050,00 á ha, auk vaxta af þess-
ari upphæð. Að 10 árum liðnum ætti beltið að vera farið
að gera talsvert gagn, og eftir þeim athugunum, sem ég
hef gert á mjölsöfnun korntegunda, skilaði skjólbeltið
kostnaðarverði sínu í aukinni uppskeru á næstu 5—7 ár-
um. Eftir 17 ár frá gróðursetningu ætti beltið þá að hafa
skilað öllum tilkostnaði við ræktun þess. Kemur þá sem
hreinn ágóði sú uppskeruaukning, sem beltunum fylgir
á ókomnum árum.
Þess skal geta, að vitanlega verður að girða vel það
land, sem skýla á með lifandi trjágróðri, því að búfénaður
má ekki að neinu ráði genga um skjóbeltaland fyrstu ár
ræktunarinnar.
ÁHRIF SKJÓLS Á UPPSKERU.
Áhrif skjóls hafa verið rannsökuð nokkuð á Sámsstöð-