Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 47
Staðarval við gróðursetningu
Eftir SIGURÐ BLÖNDAL.
INNGANGUR.
Þegar gefa á leiðbeiningar um staðarval við gróður-
setningu, verður fyrst að minna á norðlæga hnattstöðu
landsins. Veðráttu er þannig háttað hér á landi, að því
hlýtur að verða skipað nyrst í barrskógabeltið, enda þótt
hér vaxi ekki barrskógur sökum einangrunar landsins.
Skilyrði til skógræktar eru því síðri hér en í nágranna-
löndunum, að undanteknum norðurhéruðum Noregs. Fyrir
því ber okkur að velja einungis til gróðursetningar þá
staði, sem telja verður hagstæðasta fyrir trjágróður. En
á íslandi eru margir slíkir góðir staðir.
Segja má almennt, að skóglendi og kjarrlendi (með
birki) sé að öðru jöfnu hæfast til að gróðursetja í er-
lendar trjátegundir. En auk þess eru mörg önnur atriði,
sem athuga verður, þegar land er valið til gróðursetning-
ar. Hér verður nú stuttlega getið hins helsta.
LANDSLAG.
Tré vaxa yfirleitt betur í brekkum en á flatlendi.
Ástæðan til þess er sú, að í halla er jarðvatnið sífellt á
hreyfingu. Þegar rigningarvatn síast gegnum jarðveginn,
gengur það vel gegnum efsta lagið, sem er laust, en kem-
ur þvínæst að lögum, sem verða þéttari eftir því sem
neðar dregur. Fyrir því rennur vatnið niður brekkur í
efstu jarðvegslögum, sem eru lausust. Hér er jarðvegur-
inn auðugri að súrefni en neðar. Þess vegna er jarð-
vatnið í halla súrefnisríkara en á flatlendi. Fyrir um-
myndun jarðvegsins skiptir það mjög miklu máli, að