Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 50
48
ber, smjörgras, maríustakkur, sigurskúfur, brönugrös,
umfeðmingur, mjaðarjurt, fjalldalafífill, geitla.
Þrjár hinar síðastnefndu vaxa aðeins í deigum jarð-
vegi, sem er einkar frjór með fersku jarðvatni (þ. e.
súrefnisríkt rennandi jarðvatn). Slíkur jarðvegur er hinn
allra ákjósanlegasti til gróðursetningar.
Sigurskúfur er öruggt einkenni um mikla salpéturs-
myndun í jarðvegi.
Þar sem ofantaldar plöntur vaxa, ber öllu fremur að
gróðursetja greni. Grenitegundirnar, einkum rauðgreni
og sitkagreni, eru mjög þurftarmikil tré, sem aðeins ætti
að gróðursetja í frjósaman jarðveg. Þar vex einnig ís-
lenskt birki best og verður beinvaxnast. Á það einnig við
um flest önnur lauftré. Ekkert er því til fyrirstöðu að
gróðursetja bæði lerki og furu í þennan jarðveg, en æski-
legra er að ætla þeim staði í þurrari og ófrjóari jarðvegi,
þar sem grenið þrífst illa.
Móajarðvegur. 1 móunum vex gróður, sem þarf lítinn
jarðraka, enda eru móarnir venjulega hallalitlir og oft
mjög djúpt þar á yfirborð jarðvatnsins. Þar eru helstu
einkennisplöntur þessar:
Þursaskegg, gulmarðra, gullmura, krækilyng, beitilyng.
Hér verður að leggja megináherslu á að gróðursetja
íslenskt birki. Það veitir skjól öðrum viðkvæmari teg-
undum, sem kunna að verða gróðursettar nokkurn veginn
samtímis eða síðar. Einnig bætir það jarðveginn smátt
og smátt með fölnuðu laufi og starfsemi róta. Áhrif rót-
anna á jarðveginn verða mest, þegar þær taka að fúna.
Þá bætast jarðveginum með tímanum lífræn efni, en
jafnframt rotnun rótanna myndast göng í jarðveginn. Þá
eykst súrefnisinnihald hans, en um þýðingu þess er getið
að framan.
Þótt hér sé ráðlagt að leggja megináherslu á gróður-
setningu birkis í móajarðvegi, er það ekki hugsað þar
sem framtíðartré, því að vöxtur þess verður þar tæpast
mikill, né heldur verður það beinvaxið. Hlutverk þess er