Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 52
50
öllu fremur að plægja jarðveginn fyrir barrtrén, sem þar
verða gróðursett í framtíðinni.
Sú reynsla, sem nú er fyrir hendi, bendir til, að lerki
og fura séu þau barrtré, sem gróðursetja megi í móajarð-
veg. Nokkrar furutegundir gætu komið til greina, en að
svo stöddu er varla hægt að mæla með nokkrum einstökum
umfram aðrar.
Mýri. I blauta mýri þýðir ekki að gróðursetja tré, því
að þar er kyrrstætt jarðvatn, alveg upp undir yfirborðið.
Vatnið útilokar þá súrefni frá jarðveginum, en súrefni,
er nauðsynlegt flestum þeim bakteríum, sem vinna að rotn-
un hinna lífrænu efna þar og einnig fyrir öndun trjárót-
anna, svo sem fyrr var sagt.
Við framræslu á mýri lækkar yfirborð jarðvatnsins
(allt eftir dýpt skurðanna). Við það nær súrefnið að kom-
ast í jarðveginn og ummyndun hans getur hafist.
Allt að 10 árum eftir góða framræslu er mýrarjarð-
vegur orðinn hjnn ákjósanlegasti til gróðursetningar.
Ýmsar víðitegundir (gulvíSir, þingvíðir o. fl.) eru þá eink-
ar hentugar í skjólbelti á slíkum stöðum. Ennfremur er
jarðvegur þar orðinn prýðilegur fyrir birki og sennilega
grenitegundir (sitkagreni, rauðgreni, svartgreni o. fl.).
TEGUNDAVAL í EINSTÖKUM LANDSHLUTUM.
Þótt Island sé ekki víðáttumikið að flatarmáli, er veðr-
áttu 1 einstökum landshlutum ótrúlega ólíkt háttað. Þetta
atriði þarf að hafa ríkt í huga þegar velja á trjátegund-
ir fyrir einstaka landshluta. Á Suður- og Suðvesturlandi
er úrkoma miklu meiri en á Norður- og Austurlandi. Þá
er og verulegur munur á veðurfari úti við strendur og inn
til dala. í innsveitunum norðan- og austanlands er úr-
koma víða ótrúlega lítil og veðrátta talsvert minni sveifl-
um háð en við strendurnar.
Enn er mjög ábótavant vitneskju okkar um, hvar á
landinu skuli einkum velja stað hinum ýmsu trjátegund-
um. Að því er varðar sitkagreni og síberíulerki má samt