Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 54
52
síberíulerki nú ekki lengur gróðursett við strendur í Vest-
ur-Evrópu, en hins vegar með ágætum árangri inni í
landi, þar sem veðrátta er stöðug. Ef tegundin hefur ekki
sýnt nein merki sjúkdómsins við 35 ára aldur, telst varla
hætta af honum úr því. Átunnar hefur t. d. ekki orðið vart
á Hallormsstað og fyrir því má lerkiræktunin þar teljast
nokkuð örugg. Reynslan mun svo skera úr um, hvort
tekst að sleppa við sjúkdóminn hér sunnanlands og vest-
an. Meðan það er ekki öruggt, telst óráðlegt að gróður-
setja síberíulerki sem nokkru nemur í þessum landshlutum.
Hliðstætt dæmi má nefna um sitkagreni, sem gróðursett
hefur verið í Danmörku og sunnar í Vestur-Evrópu á
stöðum, þar sem úrkoma er lítil. Þar gerir barkarbjalla
ein geysilegan usla í sitkagreninu, þegar trén nálgast 50
ára aldur, enda þótt vöxturinn hefði verið með ágætum
fram að þeim aldri.
Nefna mætti ótal dæmi svipuð þessu um sveppsjúk-
dóma og skordýraplágur. En þessi tvö skulu látin næja hér.
Þá má ekki gleyma því, að trjátegundirnar standast
veður og storma afar misjafnlega. Fyrir því þarf að velja
sumum tegundum betra skjól en öðrum.
Rauðgrenið er sú barrtrjátegund, sem einna síst stenst
langvarandi vind og snögga storma. Þess vegna er nauð-
synlegt að velja þessari tegund staði í sem bestu skjóli.
Síberíulerkið virðist einnig> viðkvæmt fyrir sterkum
vindi. Því hættir við að missa toppsprotann, en við það
kræklast stofninn. Þá leggst bolurinn yfirleitt undan vindi
meðan hann er ungur og sveigjanlegur og verður skakkur.
Fyrir því er æskilegt að velja skjólgóða staði fyrir
þessa tegund.
f skógræktarstarfinu hér á Islandi, þar sem næstum
allar trjátegundir eru af erlendum uppruna, hlýtur heppi-
legt staðarval fyrir plönturnar að vera eitt höfuðatrði
fyrir góðum farnaði á ókomnum árum.
Sig. Blöndal.