Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 56
54
tveimur strengjum ofan á þá. Voru þá reknir stuttir hæl-
ar í garðinn, sem báru strengina uppi. Og um langt skeið,
meðan enn var nóg vinnuafl í sveitum landsins, voru
hlaðnir nýir garðar úr sniddu og grjóti og á þá bætt gadda-
vír. Strengirnir voru oftast tveir og með garðhleðslunni
var unnt að spara efniskaup til muna, en fá þó alltrygga
vörslu.
Árið 1905 voru sett sérstök girðingalög á Alþingi og
bændum veitt lán til kaupa á efni í girðingar.
Brátt var farið að girða eingöngu úr gaddavír og hlaðn-
ir garðar teljast nú til fornra mannvirkja. Til hinna nýju
girðinga varð að flytja inn stólpa, nema í skógarhéruð
landsins, og þar sem auðvelt var til fanga með rekavið.
Tréstaurarnir entust oftast aðeins örfá ár, því sjaldnast
var nokkuð gert til þess að verja þá fúa. Hornstólpar og
hlið voru gerð af vanefnum og vankunnáttu og var þá ekki
að sökum að spyrja, hver yrði ending á þessum fyrstu
girðingum. Þær grotnuðu niður á fáum árum, eða þurftu
endurnýjunar við á hverju vori. En þótt ótrúlegt sé, hafa
litlar framfarir orðið á þessu sviði allt fram á síðustu
ár. Má fullyrða, að ennþá ríki slíkt ófremdarástand í
þessu, að alls ekki sé sæmandi verkmenningu þjóðarinn-
ar. Árlega er varið stórfé til nýrra girðinga og mikil verð-
mæti fara forgörðum í gömlum girðingum, sem ekki hafa
verið nógu vel gerðar í upphafi. Það er því mál til komið
að skyggnst sé um og leitað ráða til að bæta úr á þessu
sviði.
Um hálfrar aldar skeið hafa verið gerðar skógræktar-
girðingar víðsvegar um land, fyrstu áratugina nær ein-
göngu á vegum Skógræktar ríkisins, en nú hin síðari ár
einnig á vegum skógræktarfélaga og einstaklinga.
Til þessara girðinga hefur yfirleitt verið vandað, bæði
í efni og vinnu, eftir því sem ástæður hafa leyft á ýms-
um tímum. Þó er fjarri því, að tekist hafi alls staðar að
gera þær svo úr garði, að til frambúðar sé.
Segja má, að helstu mistökin við uppsetningu og gerð