Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 60
58
upp á barma. Nauðsyn er, að stólpinn sé lóðréttur og standi
þar, sem línurnar skerast. Hæfilegt er að 1.30 m standi
upp úr steypunni af járnstólpanum. Þegar steypan er orð-
in hörð, er komið fyrir stögum á stólpanum. Þau eru höfð
tvö til þess að taka á móti því átaki, sem lagt er á stólp-
Mynd 2.
ann af hvorri línu fyrir sig. Strenging á annarri línunni er
því alveg óháð hinum. Sjá mynd: Stagið a tekur á móti
strengingu á Hnu A, en stagið b á móti línu B. Stefnu
staganna er vikið ofurlítið út úr stefnu línunnar, sem
strengja á (15—30 cm eftir gleidd hornsins). Þegar geng-
ið er frá stögum á þennan hátt, er hvort haf út af fyrir
sig sjálfstæður kafli, þannig að verði annar kaflinn fyrir
skemmdum, t. d. snjósligi, snjóflóði eða skriðufalli, slaknar
ekki á girðingunni nema að horninu.
Fyrir stögum er grafið í 1.30 m á dýpt, þ. e. niður
fyrir klaka eða niður á fastan grunn. Holan er höfð rúm-
góð, svo að unnt sé að nota allstóran stein í stagið. Brugð-
ið er tvíþættum sigvír (nr. 9) um toppinn á hornstólp-