Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 61
59
anum og hann síðan lagður í miðja holuna. Ofan á hann
er lagður þungur steinn og vírnum hagrætt um hann miðj-
an. Lausa endanum er síðan tvíbrugðið um toppinn á horn-
stólpanum yfir fyrri vafninginn og snúið snyrtilega utan
um stagvírinn. Ofan á stagsteininn er hlaðið grjóti upp
undir barma, en þá er jafnað mold yfir holuna og síðan
Mynd 3. Langskurður af horni (öðrum armi). Hornslólpi úr járni,
steyptur í holu. Myndin sýnir einnig réttan frágang á stagi.
þakið yfir með hnausum. Stagið er strengt með því að
snúa upp á vírinn. Er það fyrst gert með höndunum,
þannig að vafningarnir nái sem allra lengst út til beggja
handa, en síðan er brugðið í naglbítssköftum og snúið
upp á, þar til stagið tekur vel í stólpann.
Sé gengið frá hornstólpum á þennan hátt, hefur reynsl-
an sýnt, að hornin standa óhögguð svo áratugum skiptir.
í stað járnstólpa má og nota búta af símastaurum, gilda
rekaviðardrumba eða aðra stórviðu. Slíkir staurar eru
oft hnallaðir fastir (,,púkkaðir“) með grjóti, en ekki
steyptir fastir. Stög skulu gerð á sama hátt og fyrr er sagt.
Á þessari gerð hornstólpa er sá galli, að stögin ganga út
úr girðingunni og geta valdið truflun á umferð manna og