Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 62
60
dýra. Við alfaravegi og í þéttbýli verður því að grípa
til vandaðri og dýrari umbúnaðar.
Bestu og vönduðustu hornstólpar fást með því að steypa
þá. Eru þá grafnar rásir frá horninu eftir stefnu línanna.
Breidd rásanna er höfð 30—40 cm, en lengdin frá horni
1,50 m til 2 m. Dýptin er 1,30 m eða niður á fastan grunn.
I rásirnar er rennt sterkri steypu, sem drýgja má mjög
með hreinu grjóti. í undirstöðunni er síðan komið fyrir
steypustyrktarjárni og fer það eftir lagi hornstólpans og
átaksþunga, hvernig gengið er frá því. Ofan jarðar er
slegið upp mótum og má hafa þau með ýmsu lagi, t. d.
granna súlu (30x30 cm) upp af horninu, eða sniðskorna
veggi frá slíkri súlu fram í sökkultærnar eða þá heila
veggi beint upp af undirstöðunum. Nauðsyn er að járn-
binda steypuna vel og því betur sem súlan eða veggirnir
eru grennri.
Ef hafið, sem strengja skal, er 100 m eða lengra, er
óráðlegt að strengja í steypt horn. Er þá steyptur sér-
O
"5
X
stakur aflstólpi 5—10 metra frá
horninu og gengið frá stagi á honum
eins og á hornstólpa. Á þessum afl-
stólpa hvílir þá allur þunginn af
strengingunni, því milli hans og
hornsins er strengt með handafli.
Sé undirstaða hornsins öflug, er
stagið úr toppi aflstólpans tengt í
hana. Það er með öllu gagnslaust að
strengja í hornstólpa sem ekki eru
með sérstökum sökkulspyrnum. Þeir
standast ekki átak girðingarinnar
til léngdar, þótt um stutt haf sé að
ræða.
Mynd 4. Steyptur
hornstólpi með sökkul-
spyrnum.
Þegar meira en 200 metrar eru á
milli horna, verður að koma fyrir
aflstólpa á milli þeirra, þótt á slétt-
lendi sé. Sé landið mishæðótt verður