Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 63
61
að hafa aflstólpa þéttari. Ræður landslag, hvar þeim er
valinn staður, en þeir skulu ávallt standa þar, sem hæst
ber, og frá þeim gengið á sama hátt og hornstólpum, en
sökkullinn má þó jafnan vera grennri. Aflstólpar eru af
sömu gerð og efni og hornstólpar. Á þá er sett stag á
móti strengingu en betra er að hafa þau tvö, til beggja
handa og fella þau inn í línuna.
HLIÐ.
Lélegur frágangur á hliðstólpum hefur eyðilagt marg'-
ar girðingar, sem að öðru leyti voru vel gerðar. Hliðstólp-
ar hafa verið gerðir með ýmsu móti en oftast af vanefn-
um. Öruggast er að steypa hliðstöplana, og er best að gera
það um leið og gengið er frá horn- og aflstólpum.
Hlið, sem ætlað er fyrir bifreiðaumferð, má ekki vera
undir 3,25 m að innanmáli. Hæfilegir stöplar eru 30x30
cm í þvermál og 1,30 m að hæð yfir jörð. Milli stöplanna
er steyptur sökkull upp undir yfirborð vegar. Fyrir und-
irstöðunni er grafin rás 4 m að lengd, 1,30 m að dýpt og
30—40 cm að breidd nema undir stöplunum, 50—60 cm.
í rásina er rennt sterkri steinsteypu og lagt í hana styrkt-
|_a30 |_____________________ 15 .2.5 rn
Mynd 5. Sieypt hlið með járngrind. Brolnu Unurnar sýna járnabind-
ingar og rör fyrir stafla- og lœsingajárn.