Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 64
62
arjárn. Lárétt er lögð járnagrind úr fjórum 10 mm stöng-
um og við hana eru tengdar lóðrétt járnasúlur í hvorn
stöpul. Þær eru einnig gerðar úr 10 mm steypujárni. Er
hafður einn teinn lóðréttur í hverju horni og þeir bundnir
saman með 4 gjörðum láréttum. Slegið er upp mótum
fyrir stöplunum. I hvort mót eru settir tveir rörbútar
láréttir, þvert í gegnum stöpulinn. I annan stöpulinn fyrir
staflajárn hliðgrindar, en í hinn fyrir læsingarjárn. I
mótin er einnig komið fyrir festingarjárnum, fjórum í
hvorn stöpul. Þau eru úr steypujárni og ganga út úr
hliðstöplunum. I þau er smeygt járnstöng, sem girðingar-
þræðirnir eru síðan festir í.
Hliðgrindin á að vera í einu lagi og er auðvelt að smíða
hana úr léttum rörum. Ofan á stöflum ætti að hafa smurn-
ingsstúta þannig, að hægt sé að smyrja staflaásana með
venjulegri handdælu.
Læsingarjárn geta verið með ýmsu móti. T. d. felliloka,
sem fest er í stöpulinn og fellur utan um grindina í sér-
stök grip. Best er að hafa læsingu efst og neðst á grindinni.
í hliðstöpla skyldi aldrei strengja beint, ef strenging-
arhaf er yfir 100 m að lengd, heldur steypa niður sér-
staka aflstólpa 5—10 m frá hliðstöplum, á sama hátt og
áður er lýst við hornstólpana. Stagið úr þeim skal tengja
í sökkulinn á hliðstöplunum.
Oft er óþarfi að setja nokkurt hlið á hinar smærri
skógræktargirðingar. Þess í stað er hægt að hafa léttan
stiga yfir girðinguna, fyrir gangandi i'ólk.
Með hinni sívaxandi bifreiðaumferð seinni ára, hefur
sá háttur verið tekinn upp á þjóðvegum að koma fyrir
veggrindum í stað hliðgrinda. Kostur þeirra er auðsær,
því vegfarandi á ökutæki þarf þá ekki að tefja sig á því
að opna eða loka hliðgrindum og getur því ekið við-
stöðulaust í gegnum hliðin. Smíði veggrinda verður vel
að vanda, því á þeim hvílir þrotlaus umferð vegarins, og
þær geta reynst lífshættulegar ef þær bila.
Undir veggrind skal grafin gryfja þvert í gegnum