Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 67
65
Steinsteyptir stólpar eru sterkir og endingargóðir, en
galli er, hve þungir þeir eru í flutningum. Yfirleitt hafa
þeir veriS gerSir alltof efnismiklir ofanjarSar, en þá fylgir
þeim sú hætta, aS þeir sligi girSingar ef þeir fara nokkuS
út úr lóðréttri stöSu. En til eru þó gerSir af steinstólpum
meS réttum hlutföllum.
STRENGING.
Skógræktargirðingar eru annaShvort girtar meS gadda-
vír eingöngu, og eru þá strengirnir sjö talsins, eSa meS
neti og tveimur eSa þremur strengjum gaddavírs.
Hefur hvort tveggja reynst vel, hafi verið vandað til
uppsetningar og frágangs. Ending netgirðinga er öllu
meiri en gaddavírsgirðinga, og viðgerSir á þeim minni.
Net það, sem mest hefur veriS notað í skógræktargirð-
ingar, er 70 cm á hæð. Hærri net hafa reynst miður, t. d.
er þeim hættara viS að leggjast saman í snjóum.
Með 70 cm háu neti eru ýmist notaðir tveir eSa þrír
gaddavírsstrengir. Ef strengirnir eru tveir, eru þeir
hafSir annaðhvort báðir yfir netinu eða annar undir og
hinn yfir. Fer þetta eftir staðháttum. Á sléttum söndum
er t. d. betra aS hafa annan strenginn undir, en í kjarr-
lendi og lyngmóum, þar sem gróður vex fljótt yfir neSsta
strenginn, er betra aS hafa báða gaddavírsstrengina yfir
netinu. Með því móti verSur girðingin hærri. Þegar gadda-
vírsstrengirnir eru þrír, skal ávalt einn þeirra hafður
undir netinu.
Þegar steypa í horn- og aflstólpum er orðin nógu hörS
(a. m. k. vikugömul), hefst strenging vírsins. Fyrst er
efniS rakiS á línuna utan við staurana. 1 brattlendi er
rakið af vírkeflum og netum ofan í móti. Þegar girt er
úr gaddavír eingöngu, er hver strengur rakinn við hlið
hins næsta og byrjað á neðsta streng, næst staurunum.
Á þýfðu landi er varla kostur á öðru en aS handrekja
efnið, en á sléttlendi er ágætt aS nota til þess bifreið eSa
dráttarvél. Er á þann hátt hægt að rekja úr 3—4 keflum
5