Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 68
66
gaddavírs samtímis. AuSvelt er að smíða útbúnað til
þess og festa hann, t. d. aftan á palli vörubifreiðar. Á
sama hátt er hægt að rekja net.
f gaddavírsgirðingu er hver strengur strengdur út af
fyrir sig, og er byrjað á neðsta streng. Á sléttlendi er unnt
að strengja gaddavír á allt að 400 m hafi, en á mishæð-
óttu landi er strengt stutt í einu. Fer slíkt þó eftir því,
hve bungur og hryggir eru háir, sem hæst ber á milli
strengingarstólpa. Eins og fyrr greinir er ávalt reynt að
koma horn- og aflstólpum fyrir á hæstu stöðum á girð-
ingarstæðinu og hafi það tekist vel, er unnt að strengja
þar eins langt og á sléttlendi. Við strengingu á gaddavír
er þess gætt að strengirnir séu strengdir sem allra jafnast.
Á ósléttu landi má ekki fullstrengja vírinn vegna siga.
Hin gildari gerð af gaddavír (nr. 12f4) er mjög sjaldan
ofstrengd, en það er aftur á móti algengt um þá grennri
(nr. 14). Ávalt skyldi strengt undan brekku í brattlendi,
sé þess nokkur kostur. Algengustu tækin við strengingu
gaddavírs eru talía með tvískornum blökkum og vír-
klemma. Þessi verkfæri eiga að vera eins létt og hægt er.
Við strengingu á greiðfæru landi, eru tveir menn venju-
lega við átakið og aðrir tveir úti á línu með jöfnu milli-
bili til þess að segja fyrir um strenginguna og að hag-
ræða vírnum yfir nibbur og brúnir. Vegna slysahættu
skal varast að taka á gaddavírnum með höndunum, með-
an á strengingu stendur, heldur láta strenginn leika í
lokuðu auga á naglbít, ef lyfta þarf strengnum upp yfir
ójöfnur eða kanna, hve strengdur hann sé orðinn.
Oft er auðvelt að nota vélarafl við strengingu í stað
mannafls, t. d. dráttarvél eða spil, sem tengt er við jeppa
eða annað farartæki. En gæta verður þess vel að of-
teygja þá ekki vírinn. Á styttri höfum er hægt að nota
litla vogarstöng með vírklemmu, þegar strengdur er
gaddavír.
Vírnet er ekki hægt að strengja í einu öllu meira en
200 metra, þótt á greiðfæru landi sé. Best er að nota (sér-