Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 70
68
á hinum stærstu, en þó reynt að taka þau öll í sömu yfir-
ferð. Stærri sigin eru grafin niður á fast, eða svo djúpt,
að frost geti ekki lyft upp sigsteininum. Holan, sem graf-
in er, skal vera hæfilega rúm fyrir sigsteininn. Þá er
látinn sigvír ofan í hana þvera og sigsteinninn á hann
lagður. Best er að sigsteinninn sé aflangur, þannig að
auðvelt sé að festa vírinn utan um hann. Ef steinninn er
hnöttóttur, verður að krossbinda um hann. Vírinn er
snúinn þétt að steininum og spotti klipptur af rúllunni,
sem nemur rúmlega hæð girðingar, eins og henni er ætlað
að verða. Vírnum er nú brugðið með mjúKu bragði um
neðsta strenginn og síðan þann næsta og svo koll af kolli,
þar til komið er á efsta strenginn, um hann er tvíbrugðið,
en endinn síðan snúinn utan um sigvírinn niður að næsta
þætti. Gæta verður þess að hafa öll millibil strengja
rétt, þegar sigvírnum er brugðið um þá. Ofa r. á sigstreng-
inn er bætt grjóti ef þurfa þykir, en síðan er moldinni
mokað ofan í og þakið yfir með hnausum, svo fljótt
grói. Varast skal að taka girðingu of mikið niður með
sigum, þótt slíkt sé oft freistandi til þess að spara undir-
hleðslu. í kröppum lautum verður að gera sérstaka undir-
girðingu út tveim eða þrem strengjum, eða þá hafa undir-
hleðsluna hærri. Sé girðingin þvinguð um of niður, er
hætta á, að hún fari á kaf í snjóum og verði því lítil vörn
í henni að vetrarlagi.