Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 71
69
BUNDIÐ UPP Á STAURA.
Þegar lokið er við aðalsigin, eru strengirnir eða netið
bundið upp á staurana. Stundum þarf að binda upp á
staurana jafnóðum og sigin eru gerð. Á járnstólpa er
bundið með bindivír. Er gerður krókur á vírenda og hon-
um brugðið í gat á stólpanum. Endar króksins eru síðan
snúnir saman utan um strenginn, sem binda skal. Er
nauðsynlegt, að snúið sé jafnt upp á báða enda og þétt að
stólpanum. Snúist aðeins upp á annan endann, hrekkur
vírinn 1 sundur fyrr eða síðar.
Mynd 10. Gaddavirs-
strengur bundinn
upp á járnstólpa.
Á tréstaura er gaddavír og net fest með lykkjum.
Hæð skógræktargirðinga er ákveðin í lögum um skóg-
rækt og skal vera minnst 1,05 m á hæð. Hæfilegt milli-
bil strengja í 7 strengja gaddavírsgirðingu, er sem hér
segir, talið ofan frá: 25+25+20+20+ 15+ 10 = 1,15 m.
I netgirðingu með tveimur strengjum yfir er millibilið
25+20+ netið 70 cm = l,15m. Sé annar strengurinn
undir er millibilið sem hér segir, talið að ofan: 30 cm +
netið 70 cm + 10 cm = 1,10 m. Net með þrem strengjum,
millibil talin að ofan 25+20 + net 70+10 cm = 1,25 m.
UNDIRHLEÐSLA.
1 þýfi er hæfilegt, að neðsti þáttur girðingar fljóti á
þúfnakollum. Er þá hlaðið í alla skorninga og dældir. Við
þetta hækkar girðingin töluvert. Hún stendur því lengur
upp úr fönn og verst betur. I grunnar lautir, sem fara
verður yfir, er líka sjálfsagt að hlaða. Á grónu landi er
stungin snidda og hlaðið úr henni þannig, að hleðslan grói