Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 72
70
sem fyrst. Þegar girt er um mela, urðir eða hraun, er grjót
oftast nærtækt í hleðslu.
í stórþýfi og á mishæðóttu landi, þar sem hækka þarf
girðingarstæðið, er auðvelt að gera garð með jarðýtu,
áður en girt er. Ýtan þarf að troða garðinn vel og nauð-
synlegt getur verið að sá grasfræi í hann og um fram allt
í skákina sem jarðýtan tekur garðefnið úr.
STYTTUR.
Á hvert staurabil girðingar eru settar tvær styttur úr
tré með jöfnu millibili. Þær eru ekki reknar niður í jörðu,
heldur festar á vír eða vírnet til þess að halda millibilum
í skorðum.
UM BRÖGÐ Á VÍR.
Frá öllum brögðum og vafningum á vír skal ganga
snyrtilega, og á öruggan hátt. Þegar skeyta skal saman
tvo gaddavírsstrengi, eru endarnir snúnir saman með
mjúkum (löngum) vafningum á 50—60 cm kafla.
Mynd 11. Rétt skeyting á gaddavírsstrengjum.
Þegar net er skeytt saman, er hver þáttur annars hluta
þess snúinn utan um sams konar þátt hins. Er ágætt að
láta tvo lóðrétta þræði netsins (sinn úr hvorum hluta)
nema saman og vefja síðan langþáttunum hvorum um
annan frá þeim til beggja handa. Má hvort sem er snúa
þættina saman með löngum vafningum eða stuttum. Löngu
vafningana er auðvelt að gera með höndunum, en þá
stuttu verður að snúa með hálfopnum naglbít eða töng.
Vír skyldi aldrei skeyttur saman með því að þræða í
lykkjuauga. Þegar lykkjan er brotin saman, skemmist
galvaniseringin á vírnum og hann ryðgar fljótt.