Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 74
72
Á heilkefli sem vegur 50 kg eru um 450 lengdarmetrar,
þegar millibil gadda er 4 þumlungar. Á hálfkefli, sem er 25
kg að þyngd, er lengd vírsins um 225 m.
Um skeið var allmikið notað af grennri gaddavír, númer
14. Af honum eru um 330 m á hálfkefli með sama millibili.
Vír þessi er of grannur til þess að notast í girðingar, sem
lengi eiga að standa.
Ýmsar gerðir af netum hafa verið reyndar hér. Lang-
best hafa gefist net frá Norsk Metaldukfabrik í Oslo. Þau
eru 65—70 cm að hæð með röskum 20 cm milli lóðréttra
þátta, en langþættir eru 5 að tölu og millibil sem hér
segir, talið að ofan, 22—18—15—15 = 70 cm. Efsti þátt-
ur netsins er mjög gildur burðarstrengur. Net þessi eru
mjög vel hnýtt og því lítil hætta á, að þættir dragist til
í þeim, þótt riðlað sé á þeim. Hægt er að fá þessi net
þéttriðnari, ef með þarf.
í stög og sig er notaður galvaniseraður járnvír númer
9, nema í hin léttari, þar má nota vír nr. 11.
Bindivír er mjúkur járnvír galvaniseraður, nr. 16.
Yfirleitt á ekki að nota gildari bindivír.
Stólpar þeir, sem best hafa reynst, eru úr járn-stál-
blöndu og hafa mikið beygjuþol (stælingu). Þeir eru [__-
laga og galvaniseraðir, gataðir með 5 cm millibili. Lengd-
in er tæpir 2 metrar og þyngd um 3,5 kg.
Ýmsar aðrar gerðir járnstólpa hafa verið reyndar síð-
ustu 50 árin, má þar nefna T-stólpa, tjöruborna, og stólpa
úr braggabogum. Komið hefur í ljós, að T-stólparnir, sem
taldir voru mjög sterkir og endingargóðir, molna niður
eða flagna við yfirborð jarðar á 20—30 árum á hrauni og
melum — á Suður- og Suðvesturlandi. Ending þeirra er
önnur og lengri í kjarrlendi. Norðanlands og austan gæt-
ir þessarar tæringar í járninu síður. Galvaniseraðir járn-
stólpar frá sama tíma hafa hins vegar ekki látið á sjá.
Tréstaurar eru ódýrari en járnstólpar. Sívalningar (bol-
tré) eru betri en staurar úr niðurristum viði. Inn hafa ver-
ið fluttir aðallega greni- og furustaurar, en íslenskir birki-