Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 75
73
staurar geta verið ágætir. Tréstaura skal ávalt birkja og
baða síðan upp úr carbolinlegi eða öðru fúaverjandi efni.
Tréstyttur eru ýmist afbirktar birkirenglur eða úr rist-
um borðvið. Hæfilegur gildleiki er þá 1Y2"XÍ%", lengdin
er 1,20—1,30 m. Trérenglum skal ávalt dýft í carbolinlög
eða annað fúaverjandi efni.
VIÐHALD.
Þótt vel sé vandað til efnis og uppsetningar á girðingu,
verður ekki komist hjá árlegu viðhaldi.
Það skyldi vera meginregla girðingaeigenda að gera við
allar bilanir jafnóðum og þeirra verður vart. 1 því sam-
bandi skal það brýnt fyrir öllum að vanda svo til þessara
viðgerða strax, að girðingin sé að henni lokinni jafngóð
því, sem hún var áður. En á þessu vill oft verða misbrest-
ur. Algengt er að kasta höndum til viðgerða líkast því, að
tjaldað sé til einnar nætur. Slíkar málamyndaviðgerðir
eru síðan látnar draslast von úr viti og skemma venjuleg-
ast út frá sér til beggja handa. Vírinn slaknar, staurar
skekkjast og eftir skamman tíma er girðingin orðin hálf-
ónýt á löngum kafla.
Aðaláföll og skemmdir á girðingum verða að vetrinum.
Það er því veigamikið atriði, að farin sé eftirlits- og við-
gerðarferð með hverri girðingu eins snemma á hverju
vori og unnt er. Þá á að gera við allar bilanir frá vetrinum
með góðu efni og vandaðri vinnu. Því betur sem slíkt eftir-
lit er rækt og vandað til verka, þeim mun lengri ending
fæst á girðingunni og meira öryggi. Þess ber og að geta,
að reynslan hefur sýnt, að sé eðlilegu viðhaldi sleppt eitt
árið, verða viðgerðir á næsta ári margfaldar á við það, sem
annars hefði orðið.
Til viðgerða þarf jafnan ekki önnur áhöld en naglbít,
töng og talíu, sem er með vírklemmu á báðum endum,
þannig að hægt sé að herða saman slitinn þátt meðan hann
er skeyttur saman. Af efni skal tekin hönk af bindivír, sig-
vír, gaddavír og lykkjur.