Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 77
Starf Skógræktar ríkisins
árið 1954.
Eftir HÁKON BJARNASON.
Á fjárlögum ársins 1954 voru kr. 900.000,00 veittar til
skóggræðslu, kr. 300.000,00 til plöntuuppeldis, kr.
100.000,00 til girðinga á jörðum einstaklinga, kr. 60.000,00
til skrifstofuhalds og kr. 75.000,00 til afborgana af lán-
um og vaxtagreiðslu. Til launa hinna föstu starfsmanna
voru veittar kr. 310.590,00 og til skógræktarfélaganna kr.
325.000,00. Sakir ófyrirséðra útgjalda voru veittar kr.
30.100,00 umfram fjárlög. Tekjur af sölu plantna voru
minni en undanfarið ár eða alls rétt innan við kr.
150.000,00, en aðrar tekjur svipaðar og undanfarið ár, ná-
lægt kr. 25.000,00.
Stærstu útgjaldaliðirnir voru reksturskostnaður gróðr-
arstöðvanna kr. 766.424,00, gróðursetning barrviða í skóg-
lendi Skógræktar ríkisins kr. 128.070,00, endurbætur og
viðhald girðinga kr. 211.266,00 vegagerð og viðhald húsa
kr. 93.555,00, og ferðakostnaðar og leiðbeiningar kr.
79.133,00.
Þótt fjárveitingin kunni að sýnast allhá á pappírnum
er það þó sannast mála, að hún er orðin alltof lítil, ef koma
á uppeldi trjáplantna í einar tvær milljónir árlega. Verk-
efni þau, sem kalla að, aukast með ári hverju, en samtím-
is lækkar verðgildi krónunnar ört. Þannig reyndust vinnu-
útgjöld um 10% hærri þetta ár en árið á undan. Um fjár-
veitingu til skógræktarfélaganna má einnig segja, að hún
þyrfti að vera nokkru hærri. Af annarri grein í ritinu
má sjá, hvernig félögin leggja fram vinnu og fé á móti