Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 78
76
styrknum, og fyrir því hve styrkurinn nýtist vel í hönd-
um þeirra, er það augljóst mál, að það er hreinn búhnykk-
ur fyrir skógræktarmálin að auka styrkinn til þeirra með-
an þau halda áfram á sama hátt.
FRIÐUN SKÓGLENDA OG NÝJAR GIRÐINGAR.
Sakir þess, að stækkun og rekstur gróðrarstöðvanna
hefur tekið mestan hluta starfsfjárins undanfarin ár, hafa
endurbætur á fjölda skógargirðinga orðið að sitja á hak-
anum. Einkum hefur þetta komið að sök á þeim girðing-
um, sem reistar voru á stríðsárunum úr veigaminna efni
en venjulegt er. Þá hefur þetta og leitt til þess, að fátt
hefur verið sett upp af nýjum girðingum á síðari árum.
Ný girðing var sett upp í Straumslandi í Garðahreppi.
Hún er um 6 km á lengd og er hin vandaðasta í alla
staði. Undanfarin ár hafa nokkur þúsund trjáplöntur
verið gróðursettar í Straumshraun, og því var skotið á
frest að girða þessa reiti, er Suðurkjálkinn var fjár-
laus um skeið. En þar sem mönnum var nú aftur gefinn
kostur á að hleypa upp fé að vild á þessum slóðum, varð
ekki hjá því komist að girða landið og girða það vel, því
að þarna verður landþröng eins og æ hefur verið.
Síðari tímar munu leiða í ljós, að það hefur verið alveg
einstök skammsýni að leyfa mönnum að hefja sauðfjár-
hald á þessum slóðum aftur. Landskemmdirnar á Suður-
kjálkanum eru svo miklar og stórkostlegar, að fáir munu
geta gert sér grein fyrir því, nema með því að gera sér ferð
þangað til að kynnast því af eigin sjón. Með því að koma
ekki í veg fyrir ótakmarkað sauðfjárhald á skaganum
hafa fáeinir skammsýnir og fáfróðir menn unnið verk,
sem seint mun fullbætt.
Við Úlfsstaði í Skagafirði var sett upp lítil girðing á
grýttu og blásnu landi. Girðingin er um 1 ha að flatarmáli.
Tilgangurinn er að ganga úr skugga um, hvernig slíkt
land er fallið til gróðursetningar.
Ekki voru aðrar girðingar settar upp á vegum Skóg-