Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 80
78
ræktar ríkisins, en tvær gamlar girðingar voru að miklu
leyti endurbyggðar úr góðu og varanlegu efni. Girðingin
um skóglendið á Laugarvatni var sums staðar mjög úr sér
gengin. Áð vísu hafði nokkur hluti hennar verið gerður
upp fyrir fáum árum, en meiri hluti hennar var orðinn
alls ónýtur. Nú varð þessu verki ekki lengur skotið á frest,
og voru um 3 km endurbyggðir að öllu leyti jafnframt því,
sem aðrir hlutar girðingarinnar voru lagfærðir. Girðing-
in er nú traust og örugg vörn fyrir bufé. Undanfarin ár
hefur mikið verið gróðursett innan girðingarinnar af
nemendum Laugarvatnsskóla, og margt af því tekið ágæt-
um þroska. Var því orðin brýn nauðsyn á að verja landið
vel.
Svipuðu máli gilti líka um girðinguna um Jafnaskarðs-
skóg í Borgarfirði. Sú girðing var sett upp á stríðsárunum,
þegar ómögulegt var að fá endingargóða staura og margt
annað var líka lélegt. Voru nú um 3 km af girðingunni
endurbyggðir úr besta efni, en hitt, sem á vantar, mun
endurbyggt í sumar, er kemur. í Jafnaskarðsskógi standa
nú hátt í hundrað þúsund trjáplöntur, og allar á þeim
aldri og af þeirri stærð, að þær þola ekki ágang fjár.
Þá voru settar upp margar girðingar á jörðum einstakl-
inga fyrir þá f járveitingu, sem sérstaklega er til þess ætl-
uð. Flestar voru fremur litlar ummáls. Girðing á Saurum í
Helgafellssveit tekur þó yfir um 15 ha lands, og styrkt
var skógargirðing í Botni í Dýrafirði að nokkru leyti, sem
tekur yfir um 10 ha. Þá var og sett upp girðing í Miðdals-
gröf í Dalasýslu um gamlar kjarrleifar. Sú girðing er 2,5
ha að stærð.
Hér að auki var árlegt viðhald hinna eldri girðinga, en
það varð víða óvenju lítið sakir góðs tíðarfars og lítilla
fannalaga.
VIÐARHÖGG.
Eldiviðarnotkun minnkar sí og æ í sveitum landsins, og
ef svo heldur áfram um nokkur ár, hverfur hún alveg úr