Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 81
79
sögunni. Notkun reykingaviðar virðist nokkuð jöfn og
hægt vaxandi. Eftir því, sem tímar líða, fæst æ gildari
viður úr skógunum, og má bæði nota hann til smíða og í
ágæta girðingarstaura. Þó verður að birkja alla staura og
verja þá gegn fúa með því að láta þá liggja í fúaverjandi
legi hæfilegan tíma eftir að þeir eru orðnir þurrir.
Viðarhöggið á árinu nam:
í Hallormsstaðarskógi ............................ 28,2 tonn
í Vaglaskógi...................................... 63,4 —
í Þórðarstaðaskógi................................ 10,4 —
í Sigríðarstaðaskógi .............................. 3,5 —
Af þessu magni var:
Alls: 105,5 tonn
Efniviður ......................................... 10,3 tonn
Eldiviður og reykingaviður ........................ 83,7 —
Staurar, 3535 stk.................................. 21,0 —
Renglur, 690 stk.................................... 0,3 —
Auk þessa féllu 270 grannir og 150 gildir lerkistaurar í
Hallormsstaðarskógi, og er það í annað sinn, sem slíkir
staurar eru höggnir.
GRÓÐRARSTÖÐVAR.
í Vaglaskógi var ruddur 3000 fermetra reitur norðan við
gróðrarstöðina á svonefndum Blómsturvöllum, en þeir eru
gamalt eyðibýli inni í miðjum Vaglaskógi. Landið var
jafnað og í það borinn áburður, svo að dreifsetja má í
það á þessu vori.
Þá var einnig rutt land undir dreifsetningu í Mörk-
inni á Hallormsstað, en því verki miðaði hægar en á Vögl-
um, svo að ekki er víst að landið komist í rækt í vor.
Vorið 1954 var ekki sáð nema í 3100 fermetra lands í
stöðvum Skógræktar ríkisins á móts við 4584 fermetra
árið áður. Sáð var 111 kg fræs þetta ár en 157 kg árið áð-
ur. Ástæðan til þessa samdráttar var óvissan um, hvort