Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 86
84
inga teknar með til þess að yfirlitið verði sem gleggst, þótt
Skógrækt ríkisins eigi þar ekki hlut að máli. Þá eru og
töflur um dreifsetningu og afhendingu trjáplantna úr
stöðvunum.
GRÓÐURSETNING.
Við Þingvöll voru gróðursettar 1200 sitkagreniplöntur í
gamla furulundinn. Þær eru ættaðar frá Homer í Alaska.
1 reit Vestur-íslendinga í hallinu undan Gjábakka voru
settar 500 skógarfurur frá ströndum Tromsfylkis, 500
rauðgreni frá Fellingfors, 500 lerki frá Hakaskoja í Síberíu
og 500 sitkagreni frá Homer.
í girðinguna við Laugarvatn gróðursettu nemendur skól-
ans 2000 skógarfurur frá Tromsströndum, 2000 rauðgreni
frá Fellingfors, 1000 lerki frá Hakaskoja, 1000 sitkagreni
frá Homer og 50 aspir frá Alaska til reynslu.
Við Stálpastaði voru settar niður 19800 plöntur. Þar af
voru 4500 skógarfurur frá Troms, 2000 bergfurur frá
Örstavik, en uppruni annars ókunnur, 2500 rauðgreni
frá Rana, 5100 sitkagreni frá Point Pakenham og 5600
lerki frá Hakaskoja og nokkur frá Finnlandi. Auk þessa
voru settar niður 62 Kontortafurur, sem vaxið hafa upp
af ofurlitlu fræmagni, sem Einar Sæmundsen gat safnað
við erfið skilyrði nálægt Skagway í Alaska árið 1950.
Eru þetta fyrstu fururnar frá Alaska af þessari tegund,
sem gróðursettar eru í íslenskt skóglendi, en allar líkur
benda til þess, að þessi tegund geti tekið skógarfurunni
fram um vaxtarhraða. Til er ofurlítill reitur með kon-
torafuru á Hallormsstað, en uppruni þeirra er sunnan
úr British Columbia. Ennfremur voru 50 aspir frá Alaska
settar niður til reynslu.
Við Hvamm í Skorradal voru settar niður 2000 skógar-
furur, 2000 rauðgreni frá Rana, 1000 lerki frá Hakaskoja
og 1000 sitkagreni frá Pigot Bay í Alaska.
I skóginn við Jafnaskarð voru settar niður 3800 skóg-
arfurur frá Troms, 1000 lerki frá Arkangelsk, en það er