Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 88
86
hið allra síðasta, sem til var af þessum stofni, og 3100
sitkagreni, sem talin eru frá Pakenham.
í Skagafirði var gróðursett í girðinguna í Reykjahóls-
landi. Þar voru settar 2500 skógarfurur, 500 birki og 130
sitkagreni. í Úlfsstaðagirðingu voru settar 2000 skógar-
furur, 500 birki og 500 rauðgreni. Þá var einnig sett nokk-
uð í 3 gamlar girðingar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu,
Barkarstaðagirðingu og nokkrar aðrar.
í Eyjafirði voru gróðursettar 3000 skógarfurur í girð-
inguna við Vagli á Þelamörk og í nýju girðinguna við
Grund voru sett 850 birki og 2500 skógarfurur.
í Vaglaskóg voru gróðursettar 3600 skógarfurur úr
Málselvdal, 3400 rauðgreni frá Rana og 6600 lerki frá
Hakaskoja. Ennfremur voru sett niður 70 blágreni, sem
eru afkvæmi Hallormsstaðartrjánna, og 100 aspir frá
Alaska.
í Sandhaugaskóg í Bárðardal voru gróðursettar 2500
skógarfurur frá Málselvdal og 800 rauðgreni frá Rana,
auk nokkurra aspa.
í Ásbyrgi voru gróðursettar 5000 skógarfurur af
Málselvstofni, 1000 lerkiplöntur frá Hakaskoja og 1000
rauðgreniplöntur. Höfðu plönturnar farið illa í flutning-
unum og komu mikið skemmdar í áfanga.
I Hallormsstaðarskóg voru gróðursettar 6000 skógar-
furur úr Málselvdal í svonefndum Hólum. 1 Mörkinni, við
Jökullækinn, Kerlingarmel og framan við Króklæk voru
alls sett niður 14000 lerki frá Hakaskoja. Ennfremur voru
sett niður 5000 rauðgreni í Lýsishól ofan við Lón. Þá var
bætt 400 sitkagreniplöntum við það, sem sett var árið
áður í Lýsishól, og svo voru og 100 Alaskaaspir settar í
Mörkina.
Þá var gróðursett lítilsháttar í Þórsmörk. Leystu Far-
fuglar það af hendi með prýði eins og að undanförnu. Settu
þeir niður 2000 skógarfurur frá Tromsströndum, 1000
rauðgreni frá Rana, 100 blágreni af Hallormsstaðarkyni
auk 100 sitkagreniplantna frá Point Pakenham.