Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 92
90
í ofviðri í fyrravetur, en auk þess var bærinn málaður
og þar var einnig sett upp lítil rafstöð til ljósa.
Þá var og keyptur Brúarlundur, gistihúsið, sem reist
hafði verið úr hermannaskálum fyrir nokkru í Vaglaskógi.
Skógrækt ríkisins fékk eignina með því að taka að sér um
250 þúsund króna lán, sem hvíldu á mannvirkjunum. Að-
alástæðan til, að þessi kaup voru gerð var sú, að í Vagla-
skógi var ekki til neinn bústaður handa verkafólki. Undan-
farið hefur fólk verið látið búa í alls óhæfu húsi, litlu og
þröngu, en slíks var enginn kostur lengur. Af reynslunni
frá Hallormsstað var ljóst, að ekki væri unnt að byggja
viðunanlegt hús fyrir minna en um kr. 200.000,00, en hér
var unnt að leysa þetta mál fyrst um sinn með litlum fjár-
framlögum í bili.
Hér má og geta mikillar framræslu á mýrunum í Hall-
ormsstaðarskógi, þótt slíkt heyri ekki beint undir kafla-
fyrirsögnina. En þar voru grafnir stórir skurðir í mýrina
neðan við túnið á staðnum og Ormsstaðamýrina. Lengd
skurða er alls um 3600 metrar en rúmtak þeirra röskir
18000 teningsmetrar. Alls eiga skurðirnir að þurrka um
16 ha lands, og er ekki vafi á, að þeir hlaupa í skóg innan
skamms, ef mýrarnar verða ekki teknar undir túnrækt
eða garða. Ásgeir L. Jónsson ráðunautur mældi fyrir þess-
um skurðum og lagði ráðin á um þurrkunina.
LEIÐBEININGAR OG FERÐIR.
Um mánaðamót febrúar og mars voru skógarverðirnir
kvaddir saman á fund hér í Reykjavík, eins og vani hefur
verið undanfarin ár. Á þeim fundi var gerð starfsáætlun
Skógræktar ríkisins fyrir árið 1954. Var síðan unnið sam-
kvæmt þeirri áætlun og farið eins nákvæmlega eftir henni
og kostur var á.
Þar sem nokkru meira magn var á boðstólum af trjá-
plöntum en undanfarin vor, var leiðbeiningarstarfið um
vorið hið langmesta, sem nokkurn tíma hefur verið. Sakir