Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Síða 93
91
þess urðu margir skógarvarðanna að leggja nótt með degi
yfir vorið og vera mjög víða.
Eins og undanfarið fóru skógarverðir eftirlitsferðir um
umdæmi sín svo sem við varð komið. Ferðirnar eru hinar
sömu ár eftir ár, og er því engin ástæða til að orðlengja
um þær.
ÝMISLEGT.
Hallormsstaðarskógur laufgaðist um 25. maí, og er það
nærri hálfum mánuði fyrr en árið áður. Lauífall varð milli
3.—8. október, og má því telja vaxtartímann um 130—135
daga. Á Hallormsstað var vorið og fyrri hluti sumars ágætt,
en hásumarið og haustið allt með eindæmum kalt. Meðal-
hiti sumars varð ekki nema 8,3 stig og er það ótrúlega
lágt. Síðasta vorfrost var 9. júní, en það var ekki nema
~ 0,6 stig, og er því ekki teljandi. Fyrsta haustfrost kom
snemma, eða hinn 29. ágúst, og varð -f- 2,3 stig. Ekki virð-
ist það hafa komið neitt að sök né hafa haft áhrif á vöxt
trjánna. Úrkoman var heldur yfir meðallagi eða um 750
mm.
Á öðrum stöðum varð laufgun birkis um svipað leyti.
Þannig er hún talin um 20. maí í Borgarfirði, Skagafirði og
á Vöglum í Fnjóskadal, en 24. maí á Tumastöðum. Lauf-
fall er víðast um mánaðamót september og október og
þangað til viku af október.
Fræþroski varð víða í meðallagi og reyndar langt um-
fram það, sem verið hefur mörg undanfarin ár. 1 Bæjar-
staðarskógi og nágrenni hans var alls safnað 136 kg fræs,
en á Hallormsstað var safnað 15 kg af fræi af völdum trjám
og á Vöglum um 10 kg. Mátti ekki tæpara standa með þessa
fræsöfnun, því að allar fræbirgðir voru upp gengnar. Þess
má geta, að maðks varð hvergi vart, svo að orð sé á ger-
andi.
Ekki var minna um vert, að nú reyndist miklu auðveld-
ara en nokkurntíma fyrr að afla fræs frá útlöndum. í
Alaska tók Manning Seed Company að sér að safna