Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 94
92
fræi á þeim stöðum, sem okkur henta vel. Er það í fyrsta
sinni, sem slíkri söfnun hefur verið komið á, og er slíkt
til hins mesta hagræðis fyrir skógrækt hér á landi. Hingað
er nú komið mikið af sitkagrenifræi frá nágrenni Cordova,
dálítið aí' marþallarfræi af sömu slóðum, blendingur sitka-
og hvítgrenis frá Lawing á Kenaiskaganum og fjallaþöll
af sömu slóðum. Allt mun þetta ágætt fræ. Þá er og komið
fjallaþinsfræ frá Skagway í Alaska, en því er safnað af
öðrum aðila.
Ennfremur hefur tekist að ná í talsvert af fræi úr há-
fjöllum Bandaríkjanna til þess að gera tilraunir með hér
á landi. Mest af fræinu er tekið af svipuðum slóðum og
broddfuran á Hallormsstað er ættuð frá. Hér er um blá-
greni og broddgreni að ræða, ásamt ýmsum tegundum af
furu, er vex hátt til fjalla, og þar á meðal er broddfuru-
fræ. Líka er von á smásendingu af fræi frá British Colum-
bia.
Þá er og komið allmikið af lerkifræi hingað frá nokkr-
um stöðum í Rússlandi og Síberíu. Auk þess eru smásend-
ingar af öðru fræi til reynslu, og ekki má gleyma aspar-
tegund, sem okkur var send í fyrravor. Komu græðlingarn-
ir alla leið austan úr austustu héruðum Síberíu. Heiti
tegundarinnar er Populus suaveolens.
Árið sem leið starfaði skóli fyrir þrjá nemendur í verk-
legu og bóklegu námi í skógrækt. Var kennslu hagað svip-
að og undanfarið. Nemendur eiga að brautskrást vorið
1955, en ekki er líklegt, að því verði við komið að halda
slíkan skóla aftur fyrr en eftir eitt eða tvö ár, þar sem
þetta krefst mjög mikillar vinnu af hálfu starfsmanna
skógræktarinnar hér í Reykjavík.
1 ágústmánuði kom forseti íslands og frú hans í heim-
sókn í Hallormsstaðarskóg og skoðuðu hið markverðasta.
Þann dag var veður eitt hið fegursta, sem kom á sumrinu
þar eystra.
Að endingu má telja til tíðinda, að 11 alþingismenn
ásamt nokkrum öðrum gestum fóru austur í Hallorms-