Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Page 97
Fulltrúafundur
skógræktarfélaganna 1954.
(Útdráttur úr fundargerð).
Samkvæmt ályktun aðalfundar Skógræktarfélags íslands 1953 boðaði
stjóm félagsins til fulltrúafundar i Reykjavík hinn 2. mars 1954. Var fund-
urinn haldinn í fundarsal skógræktarinnar að Grettisgötu 8.
í fjarveru formanns S. í., Valtýs Stefánssonar, ritstjóra, setti fram-
kvæmdastjóri félagsins, Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri, fundinn.
Hann bauð fulltrúana velkomna og benti á þörf slíks fundar, þar
sem mikla nauðsyn bæri til þess að samhæfa störf skógræktarfélaganna
sem mest.
Hann gat þess, að aðalverkefni þessa fundar myndi verða að ræða um,
hvernig gróðursetning færi fram þannig, að sem mest magn plantna verði
komið í jörð á sem bestan hátt og á heppilegum stöðum.
Þá gat skógræktarstjóri þess, að Einar G. E. Sæmundsen og Baldur
Þorsteinsson myndu ræða við fulltrúa og gera með þeim áætlun um vænt-
anlega gróðursetningu á vorinu.
Skógræktarstjóri tilnefndi þá H. J. Hólmjárn og Jón J. Jóhnnesson til
fundarritara.
Á fundinum voru þessir fulltrúar:
Skógræktarfélag Akraness: Guðmundur Jónsson ráðunautur.
— Árnesinga: Ólafur Jónsson kaupmaður.
— Austurlands: Sigurður Blöndal skógfræðingur.
•— Borgfirðinga: Daníel Kristjánsson skógarv. og Guðm. Jónsson bóndi.
— Eyfirðinga: Ármann Dalmannsson framkvæmdastjóri.
— Hafnarfjarðar: Jón Magnússon kaupmaður.
— ísfirðinga: M. Simson ljósmyndari.
— Mýrdælinga: Einar H. Einarsson bóndi.
— Noröur-Þingeyinga: Erlingur Jóhannsson skógarvörður.
— Rangæinga: Jón J. Jóhannesson cand. mag.
— Reykjavikur: Einar G. E. Sæmundsen skógarvörður.
— Siglufjarðar: Gunnar Jóhannsson alþingismaður.
— Skagafjarðar: Ólafur Sigurðsson bóndi.
— Strandamanna: Benedikt Grímsson bóndi.
— Suður-Þingeyinga: Tryggvi Sigtryggsson bóndi.
— Suðurnesja: Hermann Eiríksson.
— Vestur-ísfirðinga: Helgi Guðmundsson kennari.
Auk þeirra sátu fundinn þessir: Valtýr Stefánsson ritstjóri, Guttormur
Pálsson skógarvörður, Garðar Jónsson skógarvörður, Baldur Þorsteinsson
skógfræðingur og H. J. Hólmjárn efnafræðingur.