Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 104
Skýrslur skógræktarfélaganna
árið 1954.
Skógræktarfélag: Akraness.
Stjórn félagsins: Guðmundur Jónsson formaður, Jón M. Guðjónsson
ritari, Lárus Árnason gjaldkeri, Sveinbjörn Oddsson og Hálfdán Sveinsson.
Tala félaga 239.
Gróðursett var: 2000 birki, 4000 reynir, 1000 rauðgreni, 200 Alaskaösp,
500 síberískt lerki og 2000 víðir. Ennfremur í skjólbelti í girðingu félags-
ins 1000 skógarfura. Alls 10.700 plöntur.
Pélagsmönnum voru afhentar í garða 345 plöntur.
Aðalfundur var haldinn á árinu og 4 stjórnarfundir.
í sjóði f. f. ári kr. 2.768,55, tekjur á árinu kr. 8.590,00. Gjöld á árinu
kr. 8.540,95. í sjóði kr. 2.817,60. Hrein eign kr. 12.286,95.
Skógræktarfélag Árnesinga.
Stjórn félagsins: Óiafur Jónsson formaður, Sigurður Eyjólfsson ritari,
Einar Pálsson gjaldkeri, Sigurður Ingi Sigurðsson og Helgi Kjartans-
son. Tala félaga 1134.
Gróðursettar voru á vegum 15 félagsdeilda samtals 45.325 plöntur,
sem skiptast þannig eftir tegundum: 24.848 birki, 4.855 síberískt lerki,
8.180 skógarfura, 4.390 rauðgreni, 100 sitkagreni, 1.060 Aiaskaösp og
1.892 garðplöntur ýmissa tegunda.
Félagið keypti á árinu jörðina. Snæfoksstaði í Grímsnesi. Var komið upp
þarna 3 km langri skógargirðingu.
Sáð var nokkru birkifræi í flög í Snæfoksstaðagirðingunni og kom það
vel upp.
Eins og að undanförnu var haldið uppi mikilli fræðslu- og kynningar-
starfsemi í deildum félagsins, m. a. með kvikmyndasýningum. Sumar
deildirnar nutu aðstoðar aðalfélagsins við gróðursetningu.
Haldinn var aöalfundur og 2 stjórnarfundir.
í sjóði frá fyrra ári kr. 9.855,89, tekjur á árinu kr. 192.865,20. Gjöld á
árinu kr. 197,786,61. í sjóði til næsta árs kr. 4.934,48. Hrein eign kr. 65.854,46.
Skógræktarfélag Austur-Húnavatnssýslu.
Stjórn félagsins: Páll Jónsson formaður, Sigurlaug Helgadóttir ritari,
Jón S. Pálmason gjaldkeri og Ágúst B. Jónsson. Tala félaga 144.
Gróðursett var á vegum félagsdeilda og einstaklinga: 5.700 birki, 600
skógarfura, 770 síberískt lerki, 1.050 rauðgreni, 420 sitkagreni. Alls 8.540
plöntur. Auk þessa voru á vegum félagsins afhentar 1.560 garðplöntur.
Á Holtastöðum í Langadal var sáð 200 grömmum af birkifræi.