Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Blaðsíða 120
118
Úr Ferðabók Sveins Pálssonar.
Árið 1794, hinn 30. ágúst fór Sveinn Pálsson læknir
yfir Hallormsstaðaháls og niður í gegn um skóginn. Um
það segir hann (bls. 376—377): „En svo mun fara um
þetta fagra hérað sem aðrar skógasveitir á íslandi: Það
verður lagt í örtröð til skammar fyrir alda og skaða fyrir
óborna. Alls staðar, og þó einkum hjá Hallormsstað og
innst í dalnum, blasa við hryggileg verksummerki. Hin
fegurstu birkitré hafa verið stráfelld á þessum slóðum,
ekki samt að rótum, heldur hefur stofninn verið bútaður
allt að mannhæð frá jörðu, svo að svæðið er yfir að líta
sem væri það krökkt af vofum eða náhvítum, staurbeinum
draugum, er hestarnir mínir voru í fyrstu dauðhræddir
við og rammfælnir. Skógarhöggsmennirnir hafa ekki nennt
að hafa fyrir því né viljað leggja það á sig að höggva hin
stóru tré að rótum, en með því hafa þeir banað fjölmörg-
um rótarteinungum. Stofnarnir visna, og samt sem áður
geta ekki þessir skógræningjar drattast til að höggva þá
til eldsneytis, heldur láta þeir þá grotna niður, og halda
áfram að kvista lifandi tré, ef til vill hálfvaxin. En í þokka-
bót er svo alls staðar fullt af kalviði: snjóhvítum og visn-
andi toppum, jafnvel á ungum trjám. Þetta stafar af því,
að menn ráðast á skóginn að vetrarlagi, slíta upp yngstu
greinarnar, þegar þær standa einar upp úr snjónum, og
nota bæði til fóðurbætis og eldsneytis, af því að þeir hafa
vanrækt jöfnum höndum að afla heyja og eldiviðar að
sumrinu. Afleiðingarnar af slíku háttalagi liggja í aug-
um uppi.“