Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 5
- ■ N
Um mynd á kápu
Mynd Qwddd&LUl er í raun samtímalýsing á
því sem þúsundir fslendinga fást við í frftíma
sínum, í sumarbústaðalöndum og görðum, það
að rækta gróður. Ábúðarmiklar og hnellnar konur
fara fremstar í fylkingu. Ekki verður betur séð en
myndin sé hlaðin boðskap um ræktun lýðs og
lands.
Það kemur einnig í ljós, þegar skoðuð eru
fleiri verk Gunnellu, að tré koma oft við sögu.
Gunnella stundaði nám við Myndlista- og
handíðaskóla fslands á árunum 1974 -76 og síðar
á árunum 1983-86. Hún hefur haldið fjölda
sýninga innanlands og utan.
f desember sl. fékk Gunnella einstaka viður-
kenningu þegarThe New YorkTimes útnefndi
„Hænur eru hermikrákur’’ eina af best mynd-
skreyttu bókum ársins 2005.
Þess má einnig geta að á næsta ári mun önnur
bók koma út, unnin á sama hátt, þ.e. sagan
skrifuð út frá málverkunum. Hún mun heita
„How the Ladies stopped the Wind"og hefur
rithöfundurinn Bruce Macmillan m.a. valið verkið
„Gróðursetning", sem hér er á forsíðu, í bókina.
Sagan fjallar, eins og fyrri bókin, um íslenskar
konur sem búa í vindasömu landi en taka nú til
sinna ráða við að hefta vindinn. Þær gróðursetja
tré til að mynda skjól og girða af svæði svo
kindurnar éti ekki græðlingana. Hænurnar eru
lifandi áburðargjafi og sjá til þess að trén vaxi og
dafni. Konurnar fá svo kýrnar í lið með sér að
gæta kindanna, til þess að þær éti ekki trén.
Hvernig til tekst kemur svo í ljós f bókinni en hún
kemur út eins og áður sagði á næsta ári.
Myndir Gunnellu má finna á vefslóð hennar:
www.gunnella.info.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
3