Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 9
Ólafur Arnalds Guðmundur Kr.
Jóhannesson
'/[nArÁ,' árs>'in&
í ALflnmi (/ít^tirs>^<itt$>
Hefur þú séð þegar vorsólin
neytir aflsmunar í baráttu við
hélu næturinnar svo hún
bráðnar og vatnið rennur ofan í
deigan svörðinn? Vatnsaginn
kemst ekki niður úr holklakanum
sem enn leynist djúpt f moldu
og veitir viðnám, staðfastur
vörður vetrarins sem veit ekki að
sumarið er komið. Yfirborðið
verður gljúpt yfirferðar, fjallið
verður viðkvæmt og krefst
aðgátar í umgengni. Hin minnsta
atlaga særir svörðinn undum svo
úr rennur, þegar vatnið tekur að
leita sér undankomu þvf
holklakinn hamlar írennsli.
Hefur þú gengið á Úlfarsfell og
fundið til reiðinnar vegna þess
að ökumenn hafa vélað fjallið,
svikið náttúru þess og lostið það
mörgum sárum?
VOR
Hefur þú gengið á Úlfarsfell árla
vors þegar græn skíma kviknar í
hlíðum fellsins? Tíra sem hörfar
þó skjótt fyrir ágangi hélu og
næðings þegar vetur konungur
spornar við. Á vordögum birtist
fyrirheitna landið á daginn en á
nóttunni gerir kuldinn áhlaup á
lífríkið og leggur til gróandans
með hvössum eggjum ísnála, svo
angar nýs lífs visna uns sólin
deigir frostið f dögun. Víðirunni
rumskar hátt í hlíðunum og
býður umhverfinu birginn, óblíðu
veðurfari og óvæginni nýtingu
um aldir. Brum hans opnast,
hann laufgast - það er aftur vært
á fjallinu. Beitin er horfin.
Grænn geisli vorsins nær fullum
þrótti og tekur að varpa bjarma á
umhverfið.