Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 33
4. mynd. Bolir blágreniskógar ísömu hh'S og á 3. mynd.
Mynd: S.B/., 10-10-92.
5. mynd. Vngsko'gur af blágreni íbland við risalerki vaxinn upp eftir
skógareld. Svörtu spírurnar eru brunnin risalerkitré. Mynd: S.B/.,
07-10-92.
Staða í vistkerfinu
Aðalfélagi blágrenis er fjallaþinur
(Abies lasiocarpa (Hook) Nutt),
enda eru heimkynni hans
nokkurn veginn hin sömu, nema
hvað fjallaþinur vex allt norður f
Alaska og Yukon. Með blágreni
vaxa einnig nokkrar fleiri
trjátegundir, t.d. sveigfura,
klettafura, fjallalerki, næfurbirki
og nöturösp.
í austanverðum Klettafjöllum
(Albertafylki) blandast blágreni
hvftgreni. Telst sá bastarður
afbrigði af hinu síðarnefnda (Picea
glauca var. albertiana).
Þýðing í skógrækt heimsins
er lítil. Sennilega er það hvergi
ræktað eins mikið utan heim-
kynnanna og á fslandi. Var
prófað lítillega í Norður-Noregi
fyrir 1940, og f tilraunum f
fjallaskógi í Austur-Noregi en er
nú ræktað þar í nokkrum mæli
sem jólatré.
Ræktun á íslandi
Blágreni var fyrst gróðursett í
Mörkinni á Hallormsstað 1905.
Christian Flensborg kom með
fáeina tugi plantna frá Danmörku
og gróðursetti þarna (sjá Ársrit
Skf. fsl. 1959, bls. 15-17). Fimm
tré af þessum komust á legg og
standa enn. Hið sjötta var flutt í
garðinn í Geitagerði í Fljótsdal og
stendur þar enn. Talið er, að
fræið hafi komið frá Colorado.
Svo vill til, að langmest af
blágrenifræi, sem borist hefir til
fslands, var sótt í háfjöll þessa
fylkis (sjá „Fræbankar blágrenis í
Colorado" á bls. 37).
Næst voru gróðursettar á
Hallormsstað 50 plöntur, sem
komu frá gróðrarstöð í Norður-
Noregi 1937. Fræið kom úr
Arapaho-þjóðgarðinum í Color-
ado og er hæsta tréð nú 17 m.
Árið 1946 voru fyrst tíndir könglar
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
31