Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 34
Blágreni á rýrum og góðum jarðvegi
SsjJP \ ' m \/i<
AJ
Myndirnar, sem hér fylgja, sýna ein-
staklega vel hinn gífurlega mun á
vexti blágrenis í mismunandi jarðvegi.
Hér voru plöntur úr sama hópnum í
gróðrarstöð gróðursettar í lægð í hinu
mikla berghlaupi í Hallormsstaða-
skógi, sem nefnist Hólar. í lægðinni
miðri er þykkur jarðvegur, gott
aðrennsli jarðvatns og botngróðurinn
í samræmi við það: gras- og blóm-
lendi. Eftir þvf sem ofar dregur f hlíð
lægðarinnar, þynnist jarðvegurog
aðrennsli jarðvatns minnkar. Botn-
gróðurinn breytist í samræmi við það,
heilgrös hverfa, en bláberjalyng og
jafnvel sortulyng drottna. Myndirnar
tvær sýna, hvernig þessar breyttu
jarðvegsaðstæður endurspeglast í
vexti trjánna.
Þessi teigurvargróðursettur 1975,
alls 7.350 plöntur 2/5. Kvæmið er
Park County (sjá kortið). Neðri mynd
er gras- og blómlendi. Yfirhæð 7 m.
Efri mynd í rýrasta bláberjalyngs- og
sortulyngsmó. Yfirhæð 0,5 - 2,0.
Myndir. Þór Þorfinnsson, 20-04-06.
32
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006