Skógræktarritið - 15.05.2006, Blaðsíða 35
af elstu trjánum í Mörkinni.
Plöntur af þvf fræi voru gróður-
settar á Hallormsstað, Stálpa-
stöðum í Skorradal og Tuma-
stöðum í Fljótshlfð 1952. Á
Hallormsstað stendur nú fagur
lundur af þessum trjám skammt
frá móðurtrjánum (yfirhæð 2002
12 m) en í aprílveðrinu 1963
þurrkuðust þær út á Tuma-
stöðum og 90% þeirra fórust á
Stálpastöðum. Þau tré, sem lifðu
þar af eru nú ljómandi falleg.
Síðan hafa trén frá 1905 borið
fræ nokkrum sinnum, en lang-
mest 1969. Af þeirri uppskeru
voru nærri 9 þúsund plöntur
gróðursettar á Hallormsstað
skammt frá móðurtrjánum milli
þjóðvegarins og nýju byggðar-
innará Hallormsstað.
Áframhald ræktunarsögunnar
er í rammagreininni „Fræbankar
blágrenis í Colorado". Sér á parti
er söfnun Ágústs Árnasonar og
Þórarins Benedikz í Alberta
haustið 1971 (sjá "Ársrit Skf. ísl.
1972-1973, bls. 6-20):
Þeir söfnuðu 5,6 kg af fræi í
2.200 m y. s. á stað, sem nefnist
Highwood Summit í Banff
þjóðgarðinum. Þessar plöntur eru
greinilega áðurnefndur bastarður
af blágreni og hvítgreni. Tugir
þúsunda plantna af þessu kvæmi
voru gróðursettar vfða um landið,
og veit ég ekki annað en þeim
hafi yfirleitt farnast vel. Svoer
a.m.k. á Stálpastöðum (sjá mynd
nr. 15) og Hallormsstað. En þeir
félagar gerðu betur. Á alls 27
stöðum í 7 fylkjum í Banda-
ríkjunum og Kanada söfnuðu þeir
að auki fræsýnum af blágreni, og
er gerð grein fyrir þvf á bls. 35 -
36 hvernig þessum kvæmum
reiddi af á íslandi.
Yfirlit um gróðursetningu
8. mynd. Bla'grenitrén í Efri-MörHinni á HallormsstaS, sem Flensborg
gróðursetti 1905. Þau voru orðin tœplega 21 mhá 2005.
Mynd: S.B13-09-97.
9. mynd. Blágreniteigurinn frá 1937 við Króklæk ÍHallorms-
staðaskógi. Hér sést Einar Axelsson að verki við grisjun. Hæsta tré
um\l m bdtt. Mynd: S.Bl, 18-03-99.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
33