Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 42
til að kanna helstu kvæmi af
þessum trjátegundum á
Hallormsstað, í Haukadal og
Þjórsárdal (kvæmasafn Á.Á og Þ.
Ben). Skýrsla um könnunina kom
út í desember 2001, en er aðeins
til í handriti.
Hér er unnið brautryðjenda-
starf, svo að ég birti hér úr
skýrslunni aðferðafræði Böðvars
og helstu niðurstöður, sem
ganga út á að ákvarða álitlegustu
kvæmi til ræktunar jólatrjáa. Ég
gef nú Böðvari orðið:
Líkleg niðurstaða ef koma á í veg
fyrir skemmdir á rauðgreni og blágreni
er sú að rækta þessar tegundir á
ökrum, og verjast plágunum með úðun.
Undirritaður tók sig því til og
hannaði matsblað, þarsem tekið er
tillit til ýmissa þátta í vaxtarlagi
blágrenis og fjallaþins, sem hafa áfirifá
það, hversu vel trén falla ífólki í geð
sem jólatré. Var þar leitast við að skrá
kosti og galla hvers kvæmis, þannig að
heildstœða samanburðarhæfa mynd
mætti fá yfir hin ýmsu kvæmi.
Könnunin fór af stað fyrst 1992
þegar skoðuð voru allmörg kvæmi af
blágreni sem plantað var í Pjórsárdal
1981. Petta var hluti þeirra kvæma
sem Þórarinn Benedikz og Ágúst
Árnason söfnuðu íferð til
Bandaríkjanna og Kanada 1971 og
lýst er íÁrsriti Skf. ísl. 1972-73. Lítið
vargert með þessi gögn, sem voru
reyndar lítil. Það var svo ekki fyrr en
haustið 2000 og sumarið 2001 að
undirritaður fór að vinna eitthvað
meira með könnunina.
Kvæmi voru skoðuð í Haukadal og
Þjórsárdal haustið 2000. Tiltölulega
fáir reitir eru til þar og flestir ungir,
þannig að eftirtekjan varð rýr.
í júlí 2001 var undirritaður á
Hallormsstað og reyndi að skoða sem
flesl kvæmi, semþar fundust. \arð
mér heldur betra til fanga þar en á
S uðurlandi.
Var þar notadrýgstur kvæmareitur
affjallaþin og rauðþin, með nokkrum
kvæmum úr áðurnefndri söfnunarferð
Þórarins og Ágústs 1971.
Það sem skráð var íkönnuninni.
1. Reitanúmer
2. Staður/staðsetning
3. Tegund/kvæmi
4. Dags. könnunar/'gróðursetningarár
Tvö ólík form blágrenis á svipuðum aldri í Egilsstaðabæ
19. mynd. í Hamrahlíð 4
40
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2006