Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 50
Hofsstaðaskógur haustiS 1989. Shógurinn hefurvaxið mikið síSan. Á myndinni erjón Geir
Pétursson, þá sumarstarfsmaður Skógrœktarfélags íslands. Mynd: B.|.
stofnun skógræktarfélags, og má
það ná yfir fleiri hreppa. Það er
ekki svo áríðandi að félagar séu
margir til að byrja með, heldur
hitt, að traust fólks standi fyrir
stofnuninni —",
Bein heimild um stofnun félags-
ins er síðan lítil fréttagrein í
blaðinu Tímanum, 5. júnf 1951,
eftir Gunnar Guðbjartsson á
Hjarðarfelli, en í henni er sagt frá
sextíu ára afmæli Búnaðarfélags
Miklaholtshrepps sem hátíðlegt
var haldið að Breiðabliki
sunnudaginn þá næst á undan.
Gunnar var þá, og lengi síðan,
formaður þess félags. Fór sjálf
hátfðin fram að degi til, en „—
um kvöldið var haldinn stofn-
fundur skógræktarfélags fyrir
byggðarlögin á Snæfellsnesi
sunnan fjalls, en framhalds-
stofnfundur verður f haust.
Danfel Kristjánsson, skógar-
vörður á Hreðavatni, sýndi
kvikmyndir um skógrækt á
fundinum —",
f framangreindum heimildum
eru fram komin nöfn þeirra
tveggja manna sem gengu í
fararbroddi að stofnun skóg-
ræktarfélagsins, frændanna,
Þórðar á Ölkeldu og Gunnars á
Hjarðarfelli, en þeirvoru syst-
kinasynir. Sjá má þó að Þórður
hefur verið sjónarmun á undan í
forgöngunni.
Fundargerð boðaðs framhalds-
stofnfundar er nú ekki finnanleg
fremur en aðrar fundargerðir frá
Bjarnarfossreitir. Mynd: Einar Gunnarsson.
48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006