Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 51
þessum tíma, en af öðrum
gögnum má sjá að hann hefur
verið haldinn á tilætluðum tfma.
Á þeim fundi hefur félaginu verið
sett reglugerð og markmið,
vafalaust á mjög svipaðan máta
og önnur ámóta félög höfðu sett
sér, árgjöld til félagsins ákveðin
og því valið nafnið Skógræktar-
félag Heiðsynninga. í stjórn voru
kosnir Þórður á Ölkeldu, for-
maður, Gunnará Hjarðarfelli,
gjaldkeri og Páll Pálsson á Borg,
ritari.
Er ekki að orðlengja það að
Þórður var formaður félagsins til
ársins 1985, en þá var það komið
mjög að fótum fram og taldist
varla starfandi. Gunnar á
Hjarðarfelli sat í stjórn félagsins
til ársins 1977. Auk þeirra rituðu
nöfn sín sem meðstjórnendur
frameftir árum sr. Þorsteinn L.
lónsson, sóknarprestur í Söðuls-
holti og Kristján Guðbjartsson,
bóndi í Hólakoti, en miklu fleiri
komu þar síðan við sögu en hér
verði upp taldir.
En án þess að nokkurri rýrð
sé varpað á nokkurn þann er
skipaði stjórn félagsins gegnum
árin, má með fullum rétti segja
að Þórður á Ölkeldu hafi þegar
frá leið verið sá sem lengst af bar
hitann og þungann af starfi
félagsins. Hann var andlit þess,
bæði „innávið og útávið" eins og
sagt var í einhverri frægri bók. í
hans hlut kom að sjá um
dreifingu piantna á vorin og fá
heimamenn á hverjum stað til
liðs við sig við gróðursetningu
þeirra, herútboð sem stundum
gat verið sorglega erfitt að fá fólk
til að gegna. Hann gekk ævinlega
frá ársskýrslum félagsins, sat
ársþing Skógræktarfélags íslands
svo fremi þau væru ekki haldin á
fjarlægustu landshornum og enn
mætti fieira telja. Fulls stuðn-
ings naut hann að sjálfsögðu frá
Gunnari, frænda sfnum á
Hjarðarfelli, bæði við skýrsluhald
og verklegar framkvæmdir, en á
Gunnar hlóðst áður en langt um
leið fjöldi trúnaðarstarfa sem
kölluðu á krafta hans og gerðu
honum óhægara um að sinna
skógræktarmálunum svo vel sem
hann hefði annars kosið. Starfa
hans naut þó oft og lengi. Fleiri
voru og til þjónustu reiðubúnir.
Geymst hefur meðal gagna
félagsins svarbréf frá Hákoni
Bjarnasyni til Þórðar á Ölkeldu,
dags. 9. jan. 1952, svohljóðandi:
Kæri Þórður.
„Þakka þér hér með fyrir ágætt
bréf og aðgerðir ykkar við stofnun
hins nýja skógræktarfélags
sunnan fjalls á Snæfellsnesi.
Ekki kann ég vel við nafnið Heið-
synningar, a.m.k. ekki ennþá.
Því miður gat ég ekki komið því
við að vera hjá ykkur á þessum
tíma, þótt ég hefði feginn viljað.
En koma tímar og koma ráð.
Hið fyrsta sem þið eigið að
gera nú er að æskja upptöku f
Skógræktarfélag íslands, því að
það er skilyrði fyrir því að þið
getið orðið ríkisstyrks
aðnjótandi. Til þess þurfið þið
að tilkynna það sérstaklega til
stjórnar félagsins hér. Annars var
um félag ykkar rætt lítilsháttar á
síðasta stjórnarfundi og þar talað
um að æskilegra hefði verið að
þið væruð í samlögum við þá í
Hólminum. En úr því hefur
sýnilega ekki orðið.
Mér líst vel á að þið komið
upp heimilisreitum ef þeir eru
ekki of litlir við hvern stað. Þeir
mega helst ekki vera minni en
hektari.
Plöntur og girðingarefni
munuð þið fá eins og aðrir, en
ekki get ég sagt neitt um verð á
slíku eins og er. Hvorttveggja er
ávalt látið til félagsmanna án
nokkurs aukakostnaðar. Um
Þórður á Ölkeldu var formaður félagsins
um áratuga skeið.
beina styrki er ekki að ræða nema
styrk ríkisins og er honum skipt
samkvæmt athöfnum hvers
félags. Þó fá félög ávalt einhvern
byrjunarstyrk.
Með bréfi þessu fylgir með-
limalisti sem Margrét Guðjóns-
dóttir í Dalsmynni hafði smalað
saman áður en félag ykkar var
stofnað. Ef allir félagsmenn og
konur hefðu svipaðan áhuga og
sú kona, þá væruð þið vel á vegi
stödd".
Sjálfsagt hefur Hákon ekki verið
einn um það að finnast nafn
félagsins einkennilegt í fyrstu, og
ekki sem viðfelldnast, en það
vandist þó áður en langir tímar
liðu. Nafnið er fyrst og fremst
sótt í Eyrbyggja sögu þar sem
segir af ferðum Björns Breið-
víkingakappa norður um Kamb-
skarð og Fróðárheiði til funda við
Þurfði á Fróðá, og virðist í sög-
unni einskorðað við íbúa Breiða-
vfkurhrepps. í Orðabók Menn-
ingarsjóðs segir einfaldlega að
orðið heiðsynningar nái yfir það
fólk sem býr sunnan heiða. Full
rök voru því fyrir þessari nafngift.
Hafi einhver orðræða orðið
um sameiginlegt skógræktarfélag
„með þeim í Hólminum”, eins og
segir í bréfinu, þá hefur hún ekki
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
49