Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 54

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 54
þessa reiti barrviðum, þ.e. nokkrum tegundum grenis, bergfuru og stafafuru, en auk þess nokkru af birki. Hver fjöldi trjáa er nú upp- kominn í skógarreitum félagsins er engin leið að segja um, en auðvitað hafa afföll orðið stór gegnum árin auk þess sem verulega hefur verið grisjað. Eru þetta þó laglegir skógarlundir í annars næstum skóglausu héraði og augu ferðamannsins staldra gjarna við þá. Nú er þess ekki að dyljast að með árunum dofnaði yfir félags- starfinu. Smám saman fækkaði félagsfólki. Árið 1978 teljast félagar þó vera 30. Þröngur fjárhagur setti og sínar skorður. Áfram var þó starfinu haldið með grisjun, gróðursetningu og við- haldi girðinganna sem reyndist þungt f skauti þegar fram í sótti og hvíldi umsýslan þessi nær eingöngu á óbilugri þrautseigju Þórðar á Ölkeldu við að safna liði til verkanna. Almennir félags- fundir heyra nú til löngu liðinni tíð og stjórnarfundir gerast stopulir. Með ársskýrslu 1985 fylgir svohljóðandi athugasemd og má greina þreytutón: „—engin gróðursetning, viðhald girðinga í Iágmarki og tekur ekki að nefna tölur þar um —". Næstu árin má kalla að ládeyða ríki í starfi félagsins. En árið 1989 kemur til sögunn- ar sú dugmikla áhugakona sem áður er á minnst f þessum skrif- um, Margrét Guðjónsdóttir f Dalsmynni, og kveður til fundar með sér dágóðan hóp áhugafólks um skógrækt. Hún hafði séð hversu fara vildi um félagið og undi því illa. Tók nú til sinna ráða og, ef svo mætti segja, endurlífgaði það á fundi sem hún boðaði til í Laugagerðisskóla vorið 1989. Þótt tfmar breyttust og tfðarandi, og trú fólks á skógrækt hefði nokkuð dofnað frá því í upphafinu, hafði Margrét hvergi bilað í trúnni en alla tíð unnið ótrauð f sínum heimareit. Sýnir þetta fundarboð hennar mikla drift og skýrt merki um brennandi áhuga hennar þótt árin væru ófá að baki og sum hver hlaðin erfiðri reynslu. Á þessum undirbúningsfundi að endurvakningu Skógræktar- félags Heiðsynninga var kosin bráðabirgðastjórn, en formlegur aðalfundur var síðan haldinn 3. maí 1990. Var Margrét kosin formaður félagsins og með henni í stjórn lónína Þorgrímsdóttir f Ytri-Tungu og Höskuldur Goði, þáverandi skólastjóri Lauga- gerðisskóla. Er skemmst frá að segja að Margrét hefur gegnt formennsku í félaginu frá því það var endurreist. Greinargóðar fundargerðir hafa verið færðar frá þeim tfma og liggur allt ljóst fyrir um starfsemina og fjárhaginn þótt ekki verði því gerð nákvæm skil hér. Verkefnin sjálf færðust nú um set. í tilefni 60 ára afmælis Skóg- ræktarfélags íslands, árið 1990, ákvað stjórn þess að stofna til verkefnis Landgræðsluskóga —. Ágrundvelli þeirrar áætlunar var nú hafist handa um gróður- setningu trjáplantna á 82 hekt- urum lands sem f orði kveðnu var leigt af Eyja- og Miklaholtshreppi og Kolbeinsstaðahreppi úr jörð- inni Hrossholti sem þessir hreppar eiga, eða eins og segir f fundargerð—" landspildan er leigð til 20 ára, án gjalda, og leggja leigusalartil girðingarefni og skuldbinda sig til að koma girðingunni upp og annast viðhald hennar— Verður þetta að teljast rausnar- legt af sveitarfélögunum. Yfirlitsmynd frá Hrossfiolti. Mynd: B.J. 52 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.