Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 55

Skógræktarritið - 15.05.2006, Qupperneq 55
Á síðustu 15 árum sýnist mér af fundargerðum, að f þetta land hafi verið gróðursettar a.m.k. 25 þúsund plöntur, auk þess sem sáð hefur verið grasfræi, birkifræi og lúpínufræi í gróðurlausa bletti þess. Þess utan hafa félagar fengið plöntur til gróðursetningar heima við bæi sína. Til hins þróttmikla starfs hefur félagið notið tilstyrks Skógræktarfélags íslands, svo í fjárhagslegum efnum sem og með ráðgjöf og leiðbeiningum, og ekki sfður hefur það notið fórnfýsi félagsmanna sinna sem af glöðum huga hafa innt af hendi hin margvíslegustu störf í þágu þess án launa. Sem fyrr hefur fram komið gegnir Margrét í Dalsmynni formennsku f félaginu, en með henni í stjórn eru þær jóhanna H. Sigurðardóttir í Laugargerði og Ingunn Albertsdóttir f Holti. Kveikjan að þessari ritsmfð minni um stofnun og starf Skógræktar- félags Heiðsynninga var einkum sú að síðustu helgina í ágúst- mánuði 2005 var aðalfundur Skógræktarfélags íslands haldinn að Lýsuhóli í Staðarsveit í boði heimafélagsins sem stóð að sínu leyti myndarlega að undirbúningi hans. Hér verður ekki greint frá störfum fundarins, en eins og segir í blaðafrétt:var farið í kynnisferð um sunnanvert Snæ- fellsnes. Norðan við Laugar- gerðisskóla hefur félagið (Skóg- ræktarfélag Heiðsynninga) ræktað landgræðsluskóg á 80 hekturum lands síðustu 15 ár með ágætum árangri. Skóginum var af þessu tilefni gefið nafnið ..Margrétarlundur" í höfuðið á Margréti í Dalsmynni, formanni Skógræktarfélags Heiðsynninga. Þá var skógur félagsins á Hofs- stöðum formlega opnaður almenningi undir merkjum verkefnisins Opinn skógur. Sturla Böðvarsson, samgöngu- málaráðherra opnaði skóginn táknrænt með þvf að höggva sundur birkigrein og með flutningi ávarps. Skógurinn hefur nú verið grisjaður og um leið iagðir göngustígar og úti- vistaraðstaða gerð aðgengileg fyrir almenning—". Nú hefi ég farið yfir sögu og starf Skógræktarfélags Heiðsynninga, stiklað á stóru og látið margs ógetið. Býst ég ekki við að það komi mjög að sök. Eitt er þó það atriði sem ekki er vert að niður falli með öllu að geta, semsé það að allnokkrir félagar hafa átt því láni að fagna að komast ásamt öðru íslensku áhugafólki um skógrækt í skógræktarferðir til Noregs. Engum sem farið hefur slfka ferð mun líða hún úr minni. Um það get ég sjálfur borið. Og hún hefur líka oftar en ekki verið þeirra fyrsta utanlandsferð. Hofsstaðaskógur er nú sem stendur sýnilegasti ávöxturinn af 55 ára starfi Skógræktarfélags Heiðsynninga. Hann er og mjög aðgengilegur. Hann er þétt- skipaður býsna vöxtulegum trjám sem veita gott skjól, og þótt utan hans næði vindur greinist hann vart nema sem þytur í barr- greinum og laufi. Það verður enginn verri af göngurölti um þann litla skógarlund. Margrét Guðjónsdóttir, formaður Skógrœktarfélags Heiðsynninga. Mynd: B.J. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.