Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 70
kolsgreiningar á sama trjádrumbi. Valin voru þrjú
sýni úr sömu trjásneið með ákveðinn árafjölda
(árhringjafjölda) milli geislakolssýnanna. Sýni 1 var
tekið úr árhringjum næst berki, sýni 2 úr árhringjum
nr. 53-55 frá berki og sýni 3 úr árhringjum nr. 92-94
frá berki. Niðurstöður geislakolsgreininga með AMS
aðferð er að finna í töflu 1.
Tafla 1: Niðurstöður geislakolsgreininga á þremur
sýnum úr einu birkitré frá Drumbabót.
Hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist með
tímanum vegna þess að geimgeislastreymið sem
myndar C-14 úr köfnunarefni er ekki stöðugt. C-14
greiningar eru því leiðréttar með aðstoð leið-
réttingarferils. Upphaf landnáms á íslandi er sérlega
erfitt tímabil í aldursgreiningum vegna þess að sýni
frá mestum hluta 9. aldar sýna sama geislakols-
aldur. Þegar reiknaður er leiðréttur geislakolsaldur
með svokallaðri „Wiggle matching" aðferð er hægt
að koma í veg fyrir þessa háu skekkju í aldurs-
greiningunum. Niðurstöður aldursgreiningarinnar á
yngstu árhringjunum í 1 sýni (1-3 árum áðurentréð
drapst) er 797-819 e.Kr. (68 % likur) og 755-830 e.Kr.
(95% líkur). Sfðasta jökulhlaupið sem fór niður
Markarfljótsaura sem líklega má rekja til elds-
umbrota f Mýrdalsjökli varð því á árunum 755-830
eftir Krists burð, eða skömmu fyrir landnám. Aldurs-
greiningar á berki á trjábol frá Drumbabót gefa til
kynna mjög svipaðan geislakolsaldur (1230 +/- 35 ár
(BP). Ef þessi aldursgreining er leiðrétt fæst 680-890
e.Kr.6
Heimildlr:
1. Brynjúlfur Jónsson 1902: Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1902, 9-24.
2. Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen 2005. Farvegir Markarfljóts í Landeyjum og rennsli jökulhlaupsins 1822. í:
Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, Rfkislögreglustjórinn,
Háskólaútgáfan, 105-111.
3. Henderson, F. M. 1966: Open Channel Flow. MacMillan, New York, London. 522 s.
4. Hreinn Haraldsson 1981: The Markarfljót Sandur Area, Southern lceland: Sedimentological, Petrological, and
Stratigraphical Studies, ISBN 91-7388-032-9, ISSN 0345-0074.
5. Hreinn Haraldsson 1993. Eyðing lands af völdum vatna. Goðasteinn 3. og 4. árgangur 1992-93, 76-84.
6. Kate T. Smith and Hreinn Haraldsson 2005. A late Holocene jökulhlaup, Markarfljót, Iceland: nature and impacts.
Jökull, 55, 75-86.
7. Ólafur Eggertsson og Hjalti J. Guðmundsson 2002: Aldur birkis (Betula pubescens Ehrh.) í Bæjarstaðarskógi.
Áhrif veðurfars á vöxt þess og þroska. Skógræktarritið 2002 (2) 85-89.
8. Óskar Knudsen og Ólafur Eggertsson 2005: lökulhlaupaset við Þverá f Fljótshlíð. í; Hættumat vegna eldgosa og
hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, Ríkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, 113-121.
Nr (Árhus) Efniviður ,4C aldur (BP) |JC (%o) VPDB
AAR-9033 Árhringir 1-3 frá berki 1247+/-27 -25,72
AAR-9034 Árhringir 53-55 1336+/-26 -28,76
AAR-9035 Árhringir 92-94 1265+/-31 -26,93
Lokaorð
Hlaupið sem grandaði fornskóginum í Drumbabót
var það síðasta margra forsögulegra hlaupa sem
flætt hafa um Markarfljótsaura og Landeyjar á
nútíma (síðustu 10.000 árin).8 Greiningar á set-
sýnum benda til þess að hlaupið hafi tengst gosi f
Kötlu.5,6 Hinar fornu skógarleifar í Drumbabót gefa
vísbendingar um hvernig skógar landsins litu út á
láglendi hérlendis fyrir landnám.
Rannsókn á þvermáli og árhringjum trjáleifa f
Drumbabót sýnir að þegar hlaupset lagðist yfir
svæðið var veðurfar svipað og var á 4. áratug 20.
aldar og trén sambærileg við stærstu tré í Bæjar-
staðarskógi. Gerð var nákvæm aldursgreining á einu
trjánna og sýnir hún að hlaupið varð fyrir rúmlega
1200 árum síðan (755-830 e.Kr.). Ekki hafa fundist
ummerki um yngri jökulhlaup á svæðinu. Síðasta
hlaupið niður Markarfljótsaura varð því skömmu
fyrir landnám.
Mynd 3. Breidd drfiringja t 5 lurkum frá Drumbabót. Há fylgni er
á milli breiddar árhringja í ffllum sneiðum sem sýnir að tre'n hafa
ffll drepist samtímis. Breidd árhringjanna gefur einnig upplýsingar
um vaxtarshilyrði trjánna. Há fylgni er milli sumarhita og
árhringjabreiddar í birkitrjám á íslandi og er meðalbreidd
árhringjanna í lurkunum í Drumbabót svipuð og í birkitrjám í
Bœjarstaðarskógi á árunum 1930 til 1940. En sumarhitinn á því
tímabili er sá hcesti st'ðan hitamælingar hófust hérlendis.
68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006