Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 70

Skógræktarritið - 15.05.2006, Side 70
kolsgreiningar á sama trjádrumbi. Valin voru þrjú sýni úr sömu trjásneið með ákveðinn árafjölda (árhringjafjölda) milli geislakolssýnanna. Sýni 1 var tekið úr árhringjum næst berki, sýni 2 úr árhringjum nr. 53-55 frá berki og sýni 3 úr árhringjum nr. 92-94 frá berki. Niðurstöður geislakolsgreininga með AMS aðferð er að finna í töflu 1. Tafla 1: Niðurstöður geislakolsgreininga á þremur sýnum úr einu birkitré frá Drumbabót. Hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist með tímanum vegna þess að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni er ekki stöðugt. C-14 greiningar eru því leiðréttar með aðstoð leið- réttingarferils. Upphaf landnáms á íslandi er sérlega erfitt tímabil í aldursgreiningum vegna þess að sýni frá mestum hluta 9. aldar sýna sama geislakols- aldur. Þegar reiknaður er leiðréttur geislakolsaldur með svokallaðri „Wiggle matching" aðferð er hægt að koma í veg fyrir þessa háu skekkju í aldurs- greiningunum. Niðurstöður aldursgreiningarinnar á yngstu árhringjunum í 1 sýni (1-3 árum áðurentréð drapst) er 797-819 e.Kr. (68 % likur) og 755-830 e.Kr. (95% líkur). Sfðasta jökulhlaupið sem fór niður Markarfljótsaura sem líklega má rekja til elds- umbrota f Mýrdalsjökli varð því á árunum 755-830 eftir Krists burð, eða skömmu fyrir landnám. Aldurs- greiningar á berki á trjábol frá Drumbabót gefa til kynna mjög svipaðan geislakolsaldur (1230 +/- 35 ár (BP). Ef þessi aldursgreining er leiðrétt fæst 680-890 e.Kr.6 Heimildlr: 1. Brynjúlfur Jónsson 1902: Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1902, 9-24. 2. Gunnar Orri Gröndal og Sverrir Elefsen 2005. Farvegir Markarfljóts í Landeyjum og rennsli jökulhlaupsins 1822. í: Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, Rfkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, 105-111. 3. Henderson, F. M. 1966: Open Channel Flow. MacMillan, New York, London. 522 s. 4. Hreinn Haraldsson 1981: The Markarfljót Sandur Area, Southern lceland: Sedimentological, Petrological, and Stratigraphical Studies, ISBN 91-7388-032-9, ISSN 0345-0074. 5. Hreinn Haraldsson 1993. Eyðing lands af völdum vatna. Goðasteinn 3. og 4. árgangur 1992-93, 76-84. 6. Kate T. Smith and Hreinn Haraldsson 2005. A late Holocene jökulhlaup, Markarfljót, Iceland: nature and impacts. Jökull, 55, 75-86. 7. Ólafur Eggertsson og Hjalti J. Guðmundsson 2002: Aldur birkis (Betula pubescens Ehrh.) í Bæjarstaðarskógi. Áhrif veðurfars á vöxt þess og þroska. Skógræktarritið 2002 (2) 85-89. 8. Óskar Knudsen og Ólafur Eggertsson 2005: lökulhlaupaset við Þverá f Fljótshlíð. í; Hættumat vegna eldgosa og hlaupa frá vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli, Ríkislögreglustjórinn, Háskólaútgáfan, 113-121. Nr (Árhus) Efniviður ,4C aldur (BP) |JC (%o) VPDB AAR-9033 Árhringir 1-3 frá berki 1247+/-27 -25,72 AAR-9034 Árhringir 53-55 1336+/-26 -28,76 AAR-9035 Árhringir 92-94 1265+/-31 -26,93 Lokaorð Hlaupið sem grandaði fornskóginum í Drumbabót var það síðasta margra forsögulegra hlaupa sem flætt hafa um Markarfljótsaura og Landeyjar á nútíma (síðustu 10.000 árin).8 Greiningar á set- sýnum benda til þess að hlaupið hafi tengst gosi f Kötlu.5,6 Hinar fornu skógarleifar í Drumbabót gefa vísbendingar um hvernig skógar landsins litu út á láglendi hérlendis fyrir landnám. Rannsókn á þvermáli og árhringjum trjáleifa f Drumbabót sýnir að þegar hlaupset lagðist yfir svæðið var veðurfar svipað og var á 4. áratug 20. aldar og trén sambærileg við stærstu tré í Bæjar- staðarskógi. Gerð var nákvæm aldursgreining á einu trjánna og sýnir hún að hlaupið varð fyrir rúmlega 1200 árum síðan (755-830 e.Kr.). Ekki hafa fundist ummerki um yngri jökulhlaup á svæðinu. Síðasta hlaupið niður Markarfljótsaura varð því skömmu fyrir landnám. Mynd 3. Breidd drfiringja t 5 lurkum frá Drumbabót. Há fylgni er á milli breiddar árhringja í ffllum sneiðum sem sýnir að tre'n hafa ffll drepist samtímis. Breidd árhringjanna gefur einnig upplýsingar um vaxtarshilyrði trjánna. Há fylgni er milli sumarhita og árhringjabreiddar í birkitrjám á íslandi og er meðalbreidd árhringjanna í lurkunum í Drumbabót svipuð og í birkitrjám í Bœjarstaðarskógi á árunum 1930 til 1940. En sumarhitinn á því tímabili er sá hcesti st'ðan hitamælingar hófust hérlendis. 68 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.