Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 78
grfðarlega. Talið er að skógar-
þekjan hafi verið um 6 % þegar
hún var sem minnst. Um miðja
síðustu öld fara alvarlegar af-
leiðingar skógareyðingarinnar að
gera vart við sig. Flóð í stór-
fljótunum verða stærri og meiri
og með miklum mannfelli sem
lítt er getið í heimildum. Sá
temprunarmáttur og hlífiskjöldur
sem skógar og trjágróður geta
verið er að mestu horfinn. Enn og
aftur kemur óvinurinn úr norðri,
nú í líki sandstorma sem færa
hús, þorp, heilu sveitirnar og
ræktarlönd bókstaflega á kaf
(síðast fréttum við af slíkum
sandstormum sem fóru yfir
höfuðborgina Peking um sl.
páska). Smám saman byrja
Kínverjar að snúa vörn f sókn og
um 1980 fara aðgerðir þeirra að
bera árangur. Það er um líkt leyti
og blásið er f lúðra á íslandi og
haldið upp á „Ár trésins" f tilefni
af 50 ára afmæli Skógræktar-
félags íslands. Á þessum árum
fyrirskipa kínversk stjórnvöld að
einu sinni á ári skuli vera sér-
stakur gróðursetningardagur og
gróðursetji hver þegn landsins,
eldri en 11 ára, a.m.k. þrjár
trjáplöntur. Þessi tilskipun hefur
skilað miklum árangri. Þegar
milljarður manna tekur sig til og
hver gróðursetur nokkrar plöntur
þá munar sannarlega um minna!
Á síðustu 20 árum hefur flatarmál
skóga í Kína aukist úr 8 % f um 19
%. Til að setja það í samhengi við
stærð sem við þekkjum kannski
betur, þá er það rúmlega Skandi-
navíu-skaginn ailur, þ.e. það
samsvarar flatarmáli Svíþjóðar,
Noregs og Finnlandi að hálfu.
Kínverjar eru því sannanlega
öflugasta skógræktarþjóð sem
um getur og þeir stefna hraðbyri
að settu takmarki sem er að ná
30 % skógarþekju í Kína. Þessi
mikli skógur sem ræktaður er í
Kína hefur fjölþætta þýðingu, en
Greinarhöfundur að seilast í furuköngla.
vaxandi fólksfjölgun eykur smám
saman álag á landið og snemma
á 20. öldinni er skógarþekjan
komin niður í 15 %. Um 1950,
þegar kínverska þjóðin er tæpar
300 milljónir manna, er skógar-
þekjan komin í um 8,6% lands, en
eftir það eykst fólksfjölgun
Fiðrildi og fjölbreytt skordýralíf er áberandi.
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006