Skógræktarritið - 15.05.2006, Page 91
Inngangur
Þetta er önnur greinin um ferð
Skógræktarfélags íslands til
Nýfundnalands sumarið 2005, en
sú fyrsta birtist í seinna tölublaði
Skógræktarritsins 2005. Þarvar
fjallað almennt um Nýfundna-
land og ferðina sjálfa. í þessari
grein er hins vegar fjallað um
nýtingu skóga eyjarinnar,
sérstaklega með tilliti til
viðarnýtingar.
Nýting um langan tíma
Skógar eru ein helsta náttúru-
auðlind Nýfundnalands og hafa
verið nýttir um langan tíma.
Frumbyggjar eyjunnar þörfnuðust
trjáviðar til ýmissa smíða og
eldunar, en talið er að þeir hafi
sest að á eyjunni fyrir um 5000
árum og nær nýting skóganna því
aftur um þúsundir ára.
Einnig er vitað að eitt helsta
markmið vesturferða norrænna
manna frá Grænlandi um árið
1000 var að afla trjáviðar og er
hægt að færa fyrir því rök að hluti
hans hafi verið sóttur í skóga Ný-
fundnalands.
f kjölfar þess að Evrópumenn
enduruppgötva tilvist Nýfundna-
lands á 15. öld hefjast þar um-
fangsmiklar fiskveiðar. Fiski-
mennirnir þurftu á töluverðum
trjávið að halda, þæði til skipa-
viðgerða, tunnugerðar, eldiviðar
og byggingar skýla fyrir tíma-
bundna búsetu sfna á eynni.
Þessi nýting tók þó fyrst og
fremst til skóglenda nærri
ströndinni, enda var ekki um
fasta búsetu Evrópumanna að
ræða fyrstu aldirnar.
Nánast allar skógarplöntur sem gróðurseltar eru á Nýfundnalandi eru framleiddar í
gróSrarstöiinni ÍWooddale, skammt utan viS Grand Falls. Árleg framleiSsla er um 15
milljónir plantna. Þcer eru nánasl allar framleiddar í 50 cm3 bökkum og gro'Sursettar 6
mánaSa til eins árs gamlar. Mynd: JGP.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2006
89